Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 34

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 34
34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ur, nýmeti þegar róið var en ella sig- inn fiskur eða saltfiskur. Að kvöld- inu var etinn harður fiskur, hertir hausar eða þá harðfiskur. Með þessu var þá aftur borinn fram einhver grautur. Við héldum engar skepnur utan hvað ég minnist þess að móðurafi minn heitinn átti eitt hross. Móðurafi minn og amma bjuggu þarna hjá okk- ur og hafði afi dálítinn blett sem hann heyjaði fyrir hestinn. Afi minn var atorkumaður og stundaði sjóróðra allt til sumarsins 1914 þegar hann andaðist, er. hann var þá að vísu ekki nema rúmlega fimmtugur. Hann hét Eiríkur Árnason. Amma heitin dó hins vegar 1929, en hún hét Margrét Pálsdóttir. Fjórtán ára á vertíð „Þegar ég fyrst fór að fylgjast með sem drengur voru gerð út héðan úr hverfinu þrjú áraskip, en þegar ég sjálfur fór fyrst á vertíð árið 1919, þá 14 ára gamall, var aðeins eitt skip gert út og var það sexæringur í eigu Daða Jónssonar á Bala. Á honum byrjaði ég því þessa sjósókn mína og hófst hún þegar eftir fermingu mína í Hvalsneskirkju. Faðir minn var þá enn sem áður háseti á skipum Daða og þegar ég byrjaði réðst fermingar- bróðir minn einn og frændi sem var Daði Eilífsson frá Hólakoti á skipið með mér. Þess ber þó að geta að við höfðum þá í nokkur ár farið í skemmri túra á skektum með eldri mönnum og róið „út í þarann" eins og það var kallað. Daði heitinn frá Bala var þá sem ætíð formaður á bátnum, en var tekinn að eldast þegar þarna var komið. Hann hafði verið mikill aflamaður alla tíð, en þetta varð síðasta vertíðin hans — hann orðinn slitinn og bilaður í fót- um og mjöðmum og af þessum sök- um fór hann stundum á hesti niður að bátnum. En á sjóinn var farið eftir sem áður — svona var harkan mikil. Hann var góður við okkur ungling- ana og hlífði okkur iðulega á leiðinni í land eins og hann gat, því við vorum orðnir lúnir af að andæfa meðan verið var að draga inn línuna. Á sexæringnum vorum við þó Metúsalem Jónsson, faðir Sigurbjarnar, var atorkumaður og mikill sjósóknari. aðeins um haustið, því þá lá leiðin um borð í áttæring sem Björgvin hét og vorum við níu manns á honum. Björgvin var einnig í eigu Daða frá Bala og reri ég á skipum hans í fjórar vertíðir. Formaður var þá Guðjón heitinn Eilífsson frá Hólakoti. Síðar var vél sett um borð í Björgvin.“ Flutt að Stafnesi „í Litla Bæ ólst ég svo upp eða allt til ársins 1930, en þá var ég orðinn 24 ára gamall. Þá keypti faðir minn hálfa jörðina Stafnes ásamt Guðjóni frá Hólakoti. Pabbi var þá nýlega hættur að róa á vertíðum, en stund- aði róðra á sumrum eftir sem áður. Það var þó nokkru áður en við fluttum að Stafnesi, 1928 minnir mig, að við feðgar keyptum áttæring með vél, Sigurfara að nafni, ásamt Guð- mundi Guðmundssyni á Bala. Þessi bátur var all frægur því hann hafði árið 1919 lent í miklum hrakningum uppi á Akranesi. Hann hafði verið í róðri þegar gerði mikinn suðaustan byl og náðu allir Miðnesbátar landi um daginn nema þetta skip. Þetta var fyrsta vertíðarveturinn minn og man ég vel eftir þessu veðri. Um kvöldið gekk áttin í útsuður og voru menn að berjast við ofviðrið alla nóttina. Þeir urðu fyrir áfalli, skipið skemmdist, hálsar brotnuðu og eitthvað fleira svo leki kom að bátnum um rifu. Þeir urðu að kasta út ballest og ausa með öllu tiltæku. Var það í minnum haft að einn mannanna, en hann var Kristinn heitinn frá Loftsstöðum, tróð einhverju í rifuna og lá svo á þessu alla nóttina til þess að minnka lekann. Loks gerði hægan útsynning og þeim tókst að lenda og var þá mjög af þeim dregið. En þá hafði borið inn á Mýrar og tók nú við að róa löskuðu skipinu inn til Akraness, en þangað náðu þeir um morguninn um fótaferðatíma. Og ekki höfðu Akurnesingar fyrr lokið við að ganga frá skipinu, en hann rauk upp í norð- anveður. Hefði því áhöfninni ekki gefist þetta hlé hefði verið útséð um örlög þeirra. — Sigurfara áttum við fram til ársins 1931 eða 1932, en þá seldum við okkar hlut Guðmundi í Bala og gerði hann bátinn út fram yfir stríð. Eg tók síðar við búskapnum á Vestur-Stafnesi og átti þar góða ævi. En allt frá 1930 og fram yfir stríð stundaði ég sjómennsku sem for- maður. Byrjunin var sú að ég tók við trillu sem Guðmundur Guðlaugsson í Keflavík átti, bróðir Kristjáns Guð- laugssonar lögfræðings í Reykjavík. Með hana var ég í tvö ár. Við vorum sex í áhöfninni og eintómir aðkomu- menn um borð með mér. En svo hætti eigandi trillunnar útgerð og þá keyptum við faðir minn trillu úr Keflavík sem hét „Aldan“ og með hana var ég í ein fjórtán ár eða til ársins 1946. Þá tóku útgerðarhættir að breytast og menn hættu að sækja sjóinn jafn fast, heldur tóku því ró- lega og unnu meira saman, til dæmis við Guðmundur í Bala og fleiri. Því var það að á árunum eftir stríð- ið vorum við hér á Vestur- Stafnesi einkum með kýr og garðrækt — þótt ég ætti auðvitað áfram mína trillu. Þá sótti maður fiskvinnu hingað út í Sandgerði, til Keflavíkur og víðar. Ég bjó á Vestur-Stafnesi til 1979 þegar ég missti konuna mína, Júlíu Jónsdóttur. Við eignuðumst fjórar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.