Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 58

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Side 58
58 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Einstök þolinmæði- og listasmíð færð Hrafnistu að gjöf Rætt við völundinn Hjálmar Pétursson úrsmið sem varði yfir 2000 klst. til nákvæmrar eftirgerðar Sigurbjargar ÓF-1 og gaf til minningar um þá er fórust í Helliseyjarslysinu 1984 Smiðurinn stendur hér hjá afrakstri yfir 2000 klukkustunda þolinmœðivinnu sinnar — hinu stórglœsilega líkani af Sigurbjörgu ÓF-1 s anddyri Hrafnistu í Reykjavík má nú líta grip sem skilið á að hljóta eftirtekt allra sem þar koma inn fyrir dyr. Hér er um að ræða hárnákvæma eftirlíkingu af vél- bátnum Sigurbjörgu ÓF-1, en hún var fyrsta stálskipið sem smíðað var í Slippstöðinni á Akureyri, en það var árið 1966. Smiður líkansins er Hjálm- ar Pétursson úrsmiður, en hann og sambýliskona hans, Hjördís Einars- dóttir, gáfu heimilinu skipið í minn- ingu þeirra fjögurra ungu manna sem fórust í Helliseyjarslysinu við Vest- mannaeyjar 11. mars 1984. Þeirra á meðal var sonur Hjördísar, Hjörtur Rósmann Jónsson skipstjóri. Aðeins einn komst af eftir frækilegt sund 6 km. leið og var hann sem menn muna Guðlaugur Friðþórsson háseti. Gjöf- in var færð heimilinu í nóvember 1985 og munu mætari gjafir fátíðar hvar sem er. Sjómannadagsblaðið heimsótti Hjálmar Pétursson á heim- ili hans og ræddi við hann um þessa fágætu smíð og þá fyrirhöfn sem hún kostaði. En fyrst spurðum við Hjálmar um ætt hans og uppruna. „Ég er fæddur á Eskifirði þann 20. maí 1931 og er því 65 ára gamall,“ segir Hjálmar. „Foreldrar mínir voru Pétur B. Jónsson skósmiður og Sig- urbjörg Pétursdóttir. Á Eskifirði ólst ég upp til sjö ára aldurs, en lífið þar var erfitt því við vorum mörg börnin eða fimmtán talsins, sjö systur og átta bræður. Því fluttu foreldrar mín- ir til Akureyrar og starfaði faðir minn þar við skógerð Iðunnar alla tíð, eða frá 1938 og fram yfir 1960. Á Akureyri átti ég heima alla tíð eða þar til ég flutti suður 1979. Ég hafði ætlað mér að verða hús- gagnasmiður, en þar sem erfitt var að komast í iðnnám á þeim árum kallaði ég mig heppinn þegar pabbi kom mér í úrsmíðanám hjá Bjarna Jónssyni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.