Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 83

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 83
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 83 fjögra fiska gildi. Síðan var leitað meðal byssuskyttanna. Fyrst gekk af þeim í leik við hann Jón Halldórsson sem ég fyrr nefndi, minn trúfasti stallbróðir. Ei vildi það duga. Síðan kom einn af byssuskyttunum, Micha- el að nafni, mikill maður að stærð og krafti. bessir áttu langt þjark sín í milli, þar til Michael vann, og gaf kóngur honum tvöfalt. Mikill var þeirra aðgangur, svo mönnum fannst skipið skjálfa í þeirra viðureign. Síð- an urðu margir aðrir leikar framdir kóngi til skemmtunar. Nokkrir léku það að sækja smápening með munn- inum ofan í einn vatnsstamp og halda sínum höndum aftur á bak. Sumir hlupu í reiða og af toppi fóru þeir á hnakka toppstaginn ofan eftir og margt annað fleira.“ Hollenskum skipstjóra gerður ljótur grikkur „Síðan, nær leið á daginn, sáum vér eitt skip á vorri framleið. Það skip var hollenskt, ei stríðsskip. Ég hafða 2 stykki fram á skipinu, ekki mjög stór, sem kallast hálfgóss; lóðið upp á 9 marka þyngd. Kóngur bífal- aði þeim er þau vakta ætti að gjöra þau ferðug, hvað og gjörðist. Þá mælti kóngur: „Nú skaltu, Jón, ramma oss það skip er þar siglir. Nær ég stykkin með fengpúðri og slíku sem til heyrði, undir sigti tilbúið hafði, þá afrétti kóngur stykkin sjálf- ur eftir sinni vild, en ég gaf fýr upp á þau. Ei vildi hann þeim mein gjöra utan skelk. Svo voru skotin ellefu skot eftir þeim, fyrr en þeir strika vildu. Síðan kom skipherrann með fimmta mann á borð til vor, skjálf- andi og mjög hræddur, varpandi sér fram fyrir kóng með gráti, afsakandi sig mjög, einkum það liann ei vitað hefði að kóngur sjálfur innan borðs verið hefði. Kóngur uppsló til gam- ans og reynslu að hann öll skotin borga skyldi, sem var hvert skot með rosenobel. Ei vildi kóngur þau þiggja það sinn, utan ef í öðru sinni slíkt tráss sýndi, skyldi hann útlátum mæta. Kóngur lét færa honum og hans mönnum 12 marka staup með Rostockaröli og mat. Ei gat hann fyrir hræðslu öls né matar neytt. Síð- an fór hann í friði aftur til síns skips.“ Daudi galdrakerlingarinnar Matthildar „Og nær vér komum fyrir Var- bergsslot lét kóngur setja sig með bát til lands með nokkrum fleirum af hofjunkurum og herrum. Þar sté kóngur til vagns og hans herraleg meðfylgd og reisti svo í gegnum Hall- and í gegnum Skáney og yfir um Eyr- arsund frá Helsingborg til Helsing- eyrar. Og að lítilli dvöl þar entri kom kóngur til skips aftur, og seint um kvöldið komumst vér upp fyrir Kaupinhafn, þar eð S. Önnu brú kallast. Kóngsins hofprestur að nafni M.Davíð gjörði langa oratoríu og þakkargjörð með innilegu málfæri. Síðan dró kóngur til lands í sinn al- dingarð, sem stóð utan borgar í þann tíma í norður frá borginni. Þar vuxu allra handa j urtir og grös. Marcus hét jurtagarðsmeistarinn. Slot stendur í miðjum garðinum með háum turni, veglega gjörður og ypparlegt hús með gylltum og máluðum bílætum og ilmandi lykt þar inni. I garðinum miðjum stóð kóngsins mynd út- höggvin í alabastursteini. Að morgni komum vér heim í borgina og var sérhverjum af oss vel fagnað af vorum kunningjum og Guði þakkir gjörðar fyrir lukkusam- lega reisu fram og heim aftur. Um frú Matthildi, sem fyrr var nefnt, var sagt, nær hún spurði kóngs ásetning, að hún hefði gengið í sitt svefnherbergi einsömul og bannað sinni þjónustumey þar inn að ganga með sér og hafi skömmu seinna þar dauð fundist.“ Sendum öllum sjómönnum árnakróskir á hátíáisdeý. þeirra Þórsnes h.f. útgerð og fiskvinnsla Reitavegi 14-16, Stykkishólmi Sími: 438 1378 - 438 1473
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.