Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 89

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Page 89
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 89 son, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Kolbeinn Þorsteinsson og Magnús Magnússon.“ Gull í Öskjuhlíð? „Þótt sjávarútvegurinn væri á þessum árum aðalatvinnuvegur Reykvíkinga og afkoma flestra fjöl- skyldna í bænum byggðist á gengi hans, voru þó sumir sem einmitt um þetta leyti vonuðust eftir því að höf- uðstaðarbúum veittist skjótfengnari afli en sá er sóttur er í greipar Ægis konungs. Um haustið hafði sú frétt borist sem eldur um sinu að gull væri fundið í Öskjuhlíð. Þar hafði verið borað eftir vatni og torkennilegar gylltar agnir komið upp með born- um. Agnir þessar voru skoðaðar vandlega, en ekki urðu menn á eitt sáttir um hvort um gull væri að ræða eða ekki, en í hópi athugenda var Islendingur einn sem hafði unnið að gullgreftri í Bandaríkjunum og var sá ekki í vafa um að þarna væri hinn eðli málmur fundinn. Stofnuð var nefnd á vegum bæjarstjórnar til þess að hafa stjórn gullnámunnar með hönd- um og síðan voru námuréttindin seld hlutafélagi sem stofnað var til gull- vinnslunnar. Þótti sjálfsagt að Reyk- víkingar hefðu forgang í félagi þessu og urðu margir til að leggja frant fjár- muni í von um skjótfenginn gróða. I Lögréttublaði því sem áður hefur verið vitnað til er að finna frétt um hlutafjársöfnun gullfélagsins, sem er á þessa leið: „1 síðasta tölubl. Lögréttu og í þessu tölublaði stendur auglýsing frá hlutafjel. Mábni um að hlutabréfa- áskrift fjelagsins verði lokið á morg- un. Reykvíkingar taka alla hlutina, svo að gera má ráð fyrir að innan skamms verði byrjað á borunum. Stjórn fjelagsins er að semja við enskt fjelag um að taka að sjer borarnirnar, en þeir samningar eru ekki fullgerðir enn. “ En meðan hluthafar í gullleitarfyr- irtækinu voru að reikna út væntan- legan gróða sinn var haldið áfrarn að ferðbúa þilskipin. Þarna voru ntarg- ar fríðar fleytur, traust og góð skip, sem um árabil höfðu borið mikla björg í bú. Smábátar voru á þönum milli lands og skipanna sem lágu úti á höfninni. Ungir drengir fengu að fljóta með ferð og ferð og upplifa þá merkilegu reynslu að stíga fæti sínum á skipsfjöl, þótt aðeins væri það skamma stund. Veðurbarðir sjó- menn stungu saman nefjum sínum og spáðu um veður og aflabrögð á ver- tíðinni, voru flestir á einu máli um að horfurnar væru góðar. Einn og einn hafði þó haft slæmar draumfarir fyrir vertíðarbyrjun og taldi slíkt spá illu. Einhver rifjaði upp sögu sem komin var alla leið vestan frá Bolungarvík. Þar hafði orðið sjóskaði 7. janúar 1905 og var sagt að stúlku eina hefði dreymt eftir þann atburð að hún væri á leið heim að Hóli við Bolungarvík. Þótti henni þá kona allsvipmikil og þó ekki fögur slást í för með sér og segja: „Mörgum hef ég nú átt ráð á í vetur, en þó verða þeir fleiri næsta ár.“ Gat verið að það hefði verið svipur Heljar sem stúlkunni fylgdi og vertíðin yrði hin mannskæðasta? Sjóslys voru reyndar ekki fátíðir atburðir á þessum árum. Þótt þil- skipin væru stór og talin traust, þá sýndi reynslan að þeim var hætt þegar óveður brast á. Þegar rokið ýlfraði og brim svarraði við strönd var engum rótt sem átti ástvin á sjó. Speglast sá uggur í Lögréttugrein í vertíðarbyrjun, þar sem segir m.a. svo: „Sjósóknin Ite'r er erfið og hœttu- mikil um þennan tíma árs. Menn geta búist við frosti, stormum og dimmum og löngum illviðranóttum. Pað er því afar áríðandi að hafa góð skip og vel útbúin. Pá verður hœttan minni. En bili eitt, þá er öðru hœtt. Auk þess sem vandaður útbúnaður er sjálfsögð varúðarskylda til tryggingar lífi sjó- mannanna, þá geta innsiglingar til viðgerðar tafið svo fyrir að útgerðin bíði við það stórtjón. Fiskiskipaútgerðin er aðalatvinnu- vegur Reykvíkinga. Hvernig mundi fara fyrir bœnum ef þessi útgerð yrði að hœtta? Við skulum vœnta að til þess komi ekki. Ef það fœri svo að fólkið streymdi burtu úr bænum og mikið af honum legðist íauðn. Hús og lóðir liröpuðu í verði. Stórar eignir yrðu að engu. Framtíð bœjarins er komin undir fiskiskipaflotanum. “ Veðrabrigði í aprílbyrjun „Þilskipin héldu úr höfn eitt af öðru. Það blés byrlega fyrir þau sem fyrst fóru en þau sem urðu síðbúnari lentu í hálfgerðum erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Stillt veður var dag eftir dag, stundum svo mikið logn að varla bærði hár á höfði. Eins og jafnan varð mönnum tíðrætt um veðráttuna og allir höfðu á orði að þetta væri einmuna blíða og vonuðu að hún mætti haldast sem lengst. Góðviðrið stóð út allan marsmán- uð. Skip komu og fóru. Veiðarnar gengu bærilega, en eins og áður gerðu þó erlendu botnvörpungarnir mörgum gramt í geði, svo og að- gerðaleysi dönsku strandgæslunnar. Þótti mönnum hart að ekkert varð- skip skyldi vera við gæslustörf, en svo stóð á að varðskipið Hekla sem annast hafði gæslu um nokkurt skeið var nýlega farið utan en nýtt skip, Islands Falk, sem hafði verið smíðað sérstaklega til þess að vera við ísland var ekki komið enn. Bárust fréttir af því að það mundi leggja af stað til lslands í aprílbyrjun. Fyrsta dag aprílmánaðar urðu mikil og snögg veðrabrigði. Þá um morguninn fór loftvog fallandi og stóð brátt rnjög illa. Þess var heldur ekki lengi að bíða að hvassviðri gerði, fyrst af suðri en síðan af suð- vestri. Fylgdi mikil rigning hvass- viðrinu um skeið. Varð ekkert lát á veðurhæðinni næstu daga og þannig var til dæmis slíkt suðvestan rok í Reykjavík 3. apríl að varla var stætt í verstu hryðjunum. Þótt veður héldist svo slæmt var mikið um skipaferðir í Reykjavík. Þilskipin sem farið höfðu út í vertíðarbyrjun voru nú að koma inn með afla. Snör handtök voru liöfð við að losa skipin, þótt aðstæð- ur væru hinar erfiðustu, og síðan liéldu þau þegar í stað út aftur. Það gat varla verið að þessi óveðurskafli stæði miklu lengur. Það var mikið kapp í flestum skútuskipstjórunum — enginn vildi láta sinn hlut eftir liggja, né um sig spyrjast að legið væri í höfn þótt veður væri ekki upp á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.