Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 98

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 98
98 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Á LEIÐ TIL LOWESTOFT Smásaga eftir Atla Magnússon Fyrsti vörubíllinn er kominn. Hann er grár á litinn eins og skipshliðin, eins og hafnar- garðurinn, sjórinn og frostið. Mennirn- ir sem híma inni í honum eru á ein- hvern hátt líka gráir. Þarna uppi glymja við sleggjuhögg dekkmannanna sem farnir eru að taka ofan af lestunum. Höggin berast til mín gegn um gjóstinn meðan ég rogast með Garrardinn upp bryggjunna. Hér rétt fyrir ofan er bensínsala, en mér finnst það langt samt, enda verð ég að sveigja mig út á hlið á göngunni. Það verða mér vonbrigði þegar í ljós kemur að þarna er enginn fyrir til að afgreiða bensínið, hvað þá að leiðbeina ókun- nugum. I glugga á skúr, sem merktur er olíufélaginu, má lesa af miða að aðal- fundur kaupfélagsins hafi verið haldinn fyrir viku. Þá er þarna auglýsing um að einhverjum dansleik sé aflV: I fyrstu verð ég var við \ á s. .1 óljósa hreyfingu inni í moldarmekki sem þyrl- ast upp í litlum hvirfilvindi skammt undan og heyri slitur af mannamáli sem kemur eitt andartak upp í eyrun á mér með vindinum, en fýkur svo aftur á öndverðri hviðu, því hér virðist blása af mörgum áttum í senn. Loks sé ég að þetta er hljómsveit, fjögurra manna hljómsveit og hver um sig ber hljóðfæri í öskju. Sá fremsti heldur á einhverju sem gæti verið gítar. Án þess að ég yrði á þá stansa þeir þegar þeir eru komnir á móts við mig, eins og við hefðum átt löngu ákveðið stefnumót hér í vindin- um. — ErtuáHvammánni,segirsámeð hljóðfærið, sem ég held vera gítar. — Já, ég er að leita að húsi hérna, segi ég og lít allt í kring um mig, eins ég eigi von á að koma auga á þetta hús, sem ég þó hef aldrei séð. — Er það ekki Gautaborg? spyr maðurinn. — Lowestoft. En þið vitið víst ekki um konu hérna, sem heitir Alda? Hljóðfæraleikararnir líta hver á ann- an og reyna að koma þessari Öldu fyrir sig. Einn jjeirra man eftir einhverri Al- dísi eða Óllu hér í plássinu. Það getur ekki hafa verið hún? Nei, enda flutti hún burt fyrir tveimur árum. — Hún flutti hingað í haust, segi ég. —Maðurinn hennar heitir Jóhann. Og nú kannast allir við. — Hún Alda hans Jonna Friðsemdar! Já, sei, sei. Hvort þeir nú ekki kannast við stúlk- una. Hún á heima í Sæmundarhúsinu hér út frá og niður með og þangað er um það bil fimmtán mínútna gangur. Má ekki bjóða mér að verða samferða? Þetta eru ræðnir menn og á leiðinni kemur í ljós að sá sem ég hélt vera með gítar er reyndar með banjó í töskunni, en þeir hinir eru með harmonikkur og saxófón. Það á að vera ball annað kvöld, átti að vera í fyrri viku en var frestað vegna miðstöðvarbilunar í fé- lagsheimilinu. Er ég kannske músík- ant? Nei, þeir spurðu aðeins af því að þeir hafa tekið eftir að ég held á plötu- spilara. Þeir kalla sig Mánakvartett- inn. Þetta tal um tónlist endist alla leið niður að frystihúsinu, en hljómsveitin kemur saman í kaffistofunni þar. En húsið er ekki sjáanlegt þótt þessir menn séu hér á leiðarenda. Hins vegar er sjálfsagt að fylgja mér upp á hæð hér rétt hjá, en þar kemur Sæmundarhúsið í ljós. Sá með banjóið velst til fylgdar- innar. Á leið upp brattann fræðir hann mig á að því ver finni ég Jóhann ekki heima. Báturinn er í útilegu og ekki von á honum á næstunni. Hins vegar ætti ég að finna konuna hans heima. Fylgdarmaður minn hefur stöku sinn- um séð hana á böllum hér. Veit ég nokkuð hvernig hún kann við sig þarna hjá þeim? Nei, auðvitað ekki, fæstum er gefið um að úttala sig um tengda- fólk. Loks erum við komnir og ég tek í höndina á honum, en doka þegar ég sé í augunum á honum að hann ætlar að segja eitthvað mikilvægt við mig. — Þú mátt ekki misvirða það, en ég veit vel að þú ert ekki með plötuspilara í tösk- unni, segir hann. — Við skiljum þetta hér, því við erum flestir sjómenn líka. En mig langar að mega hnippa í þig þegar þið stoppið hérna næst og þú skalt ekki skaðast á því.“ Ég svara engu, en hann brosir þýðingarfullu brosi og er farinn. Ég stend kyrr um stund og liðka stirða og hálfdofna fingurnar. Fram- undan er aflíðandi brekka, sem nær niður að malarkambi ofan við fjöruna, sem teygir sig inn í fjarskann. Á hægri hönd opnast úlfgrátt haf, sorfið báru- skara í frálandsvindi, en á vinstri hönd breiðast út móar og hrjóstur, sem hverfa í frostmóðu lengst burtu. Næst landinu andæfa einhverjir fuglar á móti öldunni. Við fæturna á mér svigna sölnuð strá í gjóstinum. — Það er þarna, hafði fylgdarmað- ur minn sagt. Húsið stendur kippkorn ofan við malarkambinn, aleitt í tveimur víðáttum, hafinu og landinu. Það er svart, ef til vill klætt tjörupappa, mjótt og sýnist hátt, þótt það sé ekki stórt — ein hæð á steyptri undirstöðu og gamal- dags ris, snarhallandi. Ekkert útihús eða skúrar sjást þarna í kring, en opinn bátur liggur á hliðinni undir kambinum og snýr þóftum í átt til mín. Þegar ég kem fyrir horn og undan húsgaflinum er ég nærri dottinn í fangið á gamalli konu. Þegar ég hef náð mér aftur sé ég að þetta er manneskja á áttræðisaldri, lág og mikil um sig og hún heldur á svörgulslega stóru kúbeini í höndunum. Hún hefur næstum rekið það í andlitið á mér. Við nemum bæði staðar og hún er augljóslega ekki minna hissa en ég, horfir á mig smáum og tortryggnum augum, er mjög móð og andar ótt og títt í gegnum nefið, því varirnar eru samanklemmdar í hvarfi uppi í tann- lausum munninum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.