Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 39

Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 39
EIMREIÐIN Kvíarnar á Húsafelli og aflraunasteinn séra Snorra. t*að hafa myndast margar og ósamhljóða sagnir, bæði skráðar og í munnmælum, um steintök þau, sem kend eru við séra Snorra. Eg hefi betri kunnleika á ýmsu, er lýtur að sannleiksgildi þessara sagna, en flestir núlifandi menn. Tel eg bví rétt að þegja ekki í hel það, sem eg veit hér sannast °S réttast. Snorri prestur Björnsson fluttist að Húsafelli frá Stað í Aðalvík 1757. Var hann þá 47 ára gamall. Séra Sigvaldi Halldórsson var prestur á Húsafelli næst á undan Snorra. Hafði hann fylgt hinni fornu venju, að hafa ær í seli á sumr- nm. Svo hafði verið gert þar á Húsafelli frá ómunatíð. Engin þörf var þó til þess, því ágætt land fyrir málnytupening er Umhverfis bæinn. Sel það, sem síðast var bygt af Sigvalda Presti, var í fögrum grashvammi austan Selgils og gegnt Teits- 9ili. Heitir það Neðrasel. Sjást þar vel tóftir þess. Sprettur Þar enn töðugresi. Þegar séra Snorri kom að Húsafelli, tók hann upp þá ný- ung að láta reka ær heim til mjalta, og lagði selið niður. Bygði hann þá kvíar fyrir austan og ofan túnið, rétt við far- veg Bæjargilsins, sem þar fellur beint niður úr snarbröttu fjallinu. Var þar gott um grjót, sem gilið hafði kastað niður u láglendið í flóðum. Eru kvíar þessar bygðar úr hinu mesta stórgrýti, og eru margir steinar þar stærri en svo, að nokkur einn maður hræri slík björg. Eru þau talandi vottur þess, að Þar hafa verið knáir menn að verki. Veggur gengur í gegn- um kvíarnar miðjar, sem skiftir þeim í tvær jafnstórar krær. Þær eru tvídyraðar. Tekur hvor kró 60—70 ær. Langstærsti steinninn er um miðjan norðurútvegg. í kömpunum við dyrnar eru líka svo stórir steinar, að engu hefir þurft á þá að bæta, t*l þess að þar væri hin fylsta vegghæð. Þess hefir verið getið til, að séra Snorri hafi gert þessa

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.