Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Page 40

Eimreiðin - 01.04.1923, Page 40
168 KVÍARNAR Á HÚSAFELLI EIMREIÐlN skiftingu á kvíamar til þess að ær og geitur yrðu mjólkaðar þar á sama tíma, sitt í hvorri kró. Hefi eg heyrt, að um eitt skeið hafi hann haft lítið færri mjólkandi geitur en ær. Stóðu geitakofarnir uppi við fjallið utan Bæjargils. Var geitfénu beitt mest í Bæjarfellið, sem þá vár þakið stórum skógi, sem féll skyndilega í lok 18. aldar. Var því kent um, að 2e‘*' féð hefði í harðindum nagað svo brum og börk skógarins, að það hefði riðið honum að fullu. Mjög líklegt, að þessi tilgáta hafi við góð rök að styðjast, en trúlegt að skógarmaðkur hafi þar þó ollað mestu grandi. Eg skýt því hér að, því til sönnunar hve sagnir og örnefni, sem öll eiga einhverja sögu, geymast vel í afdölum, þar sem ættleggur hinn sami býr mann fram af manni, eins og verið hefir á Húsafelli síðan á dögum Snorra, að tóftabrot þau» sem eftir standa af geitahúsunum, eru altaf kölluð í daglegU tali á Húsafelli geitakofar. Hafa þeir haldið sínu upprunalega nafni, þótt fallnir séu í rústir fyrir hundrað og tuttugu árum- Sama er að segja um mýri, sem er uppi við Bæjarfellið. Hún er enn þá kölluð Fellsskógsmýri, þó þar hafi ekki nokkur skógarhrísla staðið síðan á dögum séra Snorra. Um alt hið víðáttumikla Húsafellsland er hinn mesti grúi af örnefnum, sem gera landið eins og lifandi og talandi. Eiga örnefnin sínar sögur, sem margar eru kunnar, en fleiri glataðar og gleymdar. Eftir að séra Snorri hafði bygt kvíar þær, sem hér er lýst, og enn standa óhreyfðar eins og þær voru frá fyrstu höndum, færði hann þangað stein, er hann lét menn reyna afl sitt á. Er það blágrýtissteinn, hellumyndaður. Steinn þessi hefir þar á Húsafelli altaf verið kallaður Kvíahella. Sú venja hefir haldist á Húsafelli, frá dögum Snorra og til þessa tíma, að menn skoða kvíahelluna, og þá um leið reyna afl sitt á henni, þeir sem treysta sér mikið. Þrjár voru þær þrautir, er menn skyldu inna af hendi við þessa hellu, til þess þeirra yrði að nokkru getið. Fyrst að láta hana upp e norðurkamp hinna syðri kvíadyra. Það hafa nokkrir menn leikið á öllum tímum. Samt mega þeir teljast mikið knárri en meðalmenn, sem gera það skjótlega og þrautalítið. Onnur þrautin var, að láta helluna upp á stein þann hinn stóra, sem er um miðjan norðurvegg kvíanna. Á þann stein er höggið

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.