Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.04.1923, Qupperneq 50
178 SAKRAMENT EIMREIÐIN »Eg bíð þá eftir séra Pétri«, sagði eg, og svo rak eg hann inn til sjúklingsins, og fór að skafa af mér snjóinn í hálfleiðu skapi yfir þessu. Þó gat eg ekki að því gert, að í huganum var einhver undiralda af gleði yfir því, að hafa gengið heim í kotið til þessara aumingja. Eg skrönglaðist inn stutt, myrk göng, og komst inn í bað- stofu. Hún var lítil, tvö stafgólf, lág og óvistleg. í henni miðri var þiljað upp að bita til beggja hliða, en gangur á milli, °S opið í gegn fyrir ofan bitana. I innri hlutanum var ljós, lampi hékk þar á krók og logaði dauft á honum. Auk þess var ísa- foldarblaði vafið utan um lampann — svo birtan yrði minni. Þegar eg kom inn, lá gamla konan og mókti. Hún dró andann þungt og óreglulega, og hafði hryglu. Bóndinn, sonur hennar, sat á rúminu á móti og horfði a hana. Hann benti mér að setjast hjá sér. »Það hefir verið að draga af henni í allan dag«, hvíslaðt hann að mér. »Hóstinn er nú horfinn, og þá kom hryglan«. »Það er ekki álitlegt*, sagði eg. »Hún er í dauðanum«, sagði hann, og svo sátum við þegj' andi um stund. Bóndi laut að eyra mér aftur. »Eg verð nú að biðja yður bónar«, hvíslaði hann. »Eg þarf dálítið að líta til skepnanna, eg verð fljótur. Mér sýnist hún nú heldur betri. Gerið það nú fyrir mig, að vera hjá henni á meðan eg skrepp í húsin«- Eg gat auðvitað ekki neitað honum um það. En eg sagði honum, er hann fór, að mér sýndist hún eiga skamt eftir ólifað. Eg hafði einu sinni áður séð gamalmenni deyja. »Blessaðir reynið þér að borða á meðan«, sagði hann um leið og hann fór. En matarlystin var nú horfin. Eg var órólegur. Einhver dökkur og leyndardómsþrunginn kvíði læsti sig inn í sál mína, ótti eða kvíði. Eg reyndi að hrekja hann burtu af alefli, eS sagði við sjálfan mig, að eg væri sendur hingað af forsjón- inn til þess að verða að liði, að öðru leyti væri mér þessi viðskilnaður alveg óviðkomandi. Alveg jafn óviðkomandi eins og þótt eg sæti enn á steininum við veginn og horfði á ljósið í kotinu. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.