Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 56

Eimreiðin - 01.04.1923, Síða 56
184 TIMAVELIN EIMREIÐIN búa eigendurnir, og njóta þar yndis og ánægju og allsnægta, en neðanjarðar búa öreigarnir. Það eru verkamenn, sem nú eru orðnir hæfir til þess að ala þar aldur sinn, og hvergi annarsstaðar. En þá verða þeir að gjalda fé, og það stórfé, fyrir að fá loftræstingu, því að ef þeir guldu það ekki á rétt- um tíma, mátti kæfa þá fyrir skuldirnar. Smámsaman dóu þeir, sem verst voru lagaðir fyrir þetta líferni, og að lokum var svo komið, að alt var komið í gott lag, og þeir gátu lifað þarna eins góðu og heilnæmu lífi og hinir lifðu á yfirborð- inu. Útlitið skapaðist svo af umhverfinu eftir eðlilegurh lögum, annarsvegar fegurð dagsins og hinsvegar fölvi næturinnar. Sigurvinningar mannkynsins fóru nú að líta dálítið öðruvísi út fyrir mér en áður. Hér vár þá ekki um neinn allsherjar- sigur góðvildar og samvinnu að ræða. Nei, hér voru hinir fullkomnu kúgarar. Þeir höfðu alvæpni vísinda og snildar, 02 höfðu tæmt út í æsar alla möguleika viðskiftalífsins, eins og það er nú. Þeir höfðu ekki að eins lagt undir sig náttúruna, heldur einnig rnikinn hluta mannkynsins. Þið verðið að muna, að nú er eg að segja ykkur frá því, hvernig eg skildi þetta alt á þessu augnabliki. Eg hafði enga ferðamannabók um ókomna tímann, sem eg gæti flett upp í og fræðst um það, sem fyrir augun bar. Hugmyndir mínar gátu því verið al- rangar. Eg held samt sem áður, að þær hafi ekki verið fjarri sanni. En það er víst, að þegar þangað var komið, sem eg var, þá var þetta menningarástand fyrir löngu búið að ná há- marki, og var komið langan veg eftir afturfarabrautinni. Menn- irnir á yfirborðinu voru orðnir svo lausir við allar áhyggjur, að það hlaut að leiða til hnignunar smám saman. Þeim smá- hnignaði að líkamsvexti, afli og vitsmunum. Það gat ekki leynt sér, að svo var komið. En hitt var mér hulið, hvað neðanjarðarbúunum leið. En þó hafði eg séð nóg af þeim, þessum Mórlokkum, sem svo voru nefndir, að mér duldist ekki, að þeir höfðu breytst enn þá meira frá því, sem menn nú eru, en hinir. Svo óðu nú inn á mig alls konar grunsemdir. Hvers vegna höfðu Mórlokkarnir tekið tímavélina? Eg var ekki í neinum vafa um, að þeir voru hvarfsins valdir. Og ef hinir voru herrar jarðarinnar, hví sóttu þeir hana þá ekki handa mér, eða létu

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.