Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Side 24

Eimreiðin - 01.07.1944, Side 24
168 VIÐ ÞJÓÐVEGINN EIMREIÐIN fyrsta innlenda ráðherra á íslandi, var bar mætt sem ímynd Fjallkonunnar og klædd íslenzkum skautbúningi ömmunnar. Stormurinn, sem strauk um andlitsdrætti Fjallkonunnar og regnið, sem draup um ásýnd hennar þenna fyrsta dag hins nýja lýðveldis á Þingvöllum, var hvorttveggja táknrænt fyrir liðna sögu hennar. Því saga íslands er ekki sízt saga storma og tára. Og vafalaust eiga stormar og tár eftir að fylgja henni um langt skeið. En regnið má einnig tákna tár gleði, eklti síður en sorgar, og að svo hafi verið á bessari stundu er liverju barni Fjallkonunnar skvlt að trúa. Það hevrðust einstaka kvartanir yfir veðrinu á Þingvöllum fyrsta dag lýð- veldisins, en bó miklu færri en vænta hefði mátt. Veðrið að lögbergi var táknrænt fyrir daginn. Hér er ekki ætlunin að lýsa til nokkurrar hlítar bví, sem fram fór dagana 17. og 18. júní í tilefni gildistöku lýðveldisins. Það hafa blöð og útvarp gert vel og rækilega. Aðeins skal hér enn stuttlega drepið á örfá þau atriði, sem gáfu hátíða- höklunum mest gildi. Ávarp forseta íslands að lögbergi var hvorttveggja: alvöru- þrungin lögeggjan og bæn. Lögeggjan til þjóðarinnar um að varðveita frelsi og frið, bæn til guðs um þjónslund, kærleika og auðmýkt í því vandasama starfi, sem forseta er falið, og um vernd yfir íslandi og þjóð þess. Þá var annar mikilvægur þáttur liátíðarinnar sá, er fulltrúar erlendra ríkja fluttu ávörp sín og árnaðaróskir. Hin hlýju árnaðarorð sendiherra Banda- ríkjanna, Bretlands, Noregs, Svíþjóðar og fulltrúa frjálsra Frakka vöktu fögnuð og hrifningu, um leið og þau voru viður- kenning á tilverurétti hins nýfædda lýðveldis. Sú viðurkenning liefur nú verið staðfest á formlegan hátt af ríkium þessara fulltrúa, svo og af stjórn Sovjetríkjanna, sem einnig átti sinn fidltrúa við stofnun lýðveldisíns, og af stjórnum fleiri ríkja. Hámarki náði fögnuður landsmanna, er heilla- og kveðju- skeyti til liins nýstofnaða lýðveldis barst á hátíðina að Þing- völlum frá Kristjáni konungi X., sem staðfesti með því tru margra manna hér heima á sanna konungslund hans og skilning á málefnum Islands. Alveg sérstaklega ber að geta fulltrúa Vestur-Islendinga á lýðveldishátíðinni, próf. Kichards Beck, sem hingað var

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.