Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Side 45

Eimreiðin - 01.07.1944, Side 45
eimreiðin STEINGERÐUR 189 Hve lieitt ég þrái og óskiljanlega sterkt að finna þessar livítu og mjúku hendur strjúka létt og ástúðlega um kinnar mér og enni og smjúga mjúkum fingrum gegnum hár mitt í ljúfum leik! Og ég veit, að það verða þær að gera fyrr eða síðar. Þessar kendur geta ekki brugðizt. Þær eiga erindi til mín. Aðeins til mín. Þær eru fyrirheit guðs í sál minni. Nú finn ég það! Ég sé blóð þitt roða gegnum mjalllivítt liörund þitt, er þú lyftir höndunum svo hátt, að þær ber við rafljósin undir loftinu. En þau eru mörg og sterk, í vinnustofunni ykkar.--------------- Steingerður! Það er persónuleiki og sál í liverri hreyfing þinna hvítu handa. En hvað þær hljóta að vera ungar, Steingerður! — Æ, fyrirgefðu mér, ástin mín! Ég sem veit ekki einu sinni livað þú heitir! En hitt veit ég, að hendur þínar hljóta að vera ungar °g sterkar og starfsglaðar! Aldrei hef ég vaknað svo árla morg- uns, að ég liafi eigi séð þær þauliðnar að verki niður um þak- gluggann á vinnustofunni þinni. Ég bý svo liátt uppi og sé því aðeins ofurlitla ljósrák af starfssviði þínu, þar sem hendur þínar táða ríkjum. Allt annað hverfur í ljóma þeirra. — Og þótt ég hafi vakað fram á nætur við vinnu mína — og hugsað um þig hafa hendur þínar enn verið að verki í hinni sömu, síungu, svifmjúku hrynjandi sem stjórnar slögum lijarta míns. Og er ég loks hef sofnað, hefur þú óðar smogið inn í drauma mína, léttstíg og öklaprúð, brámánabjört og brosfríð. Og jni liefur rétt nier drifhvítar liendur þínar, heitar og mjúkar. Og ég hef hrokkið UPP úr svefni við snerting þeirra, heitur og ölvaður af draum- þrunginni sælu og þrá. Steingerður! Steingerður! Nafnlausa draumadísin mín. Hvaða órlagavaldur liefur tengt okkur tvö slíkum reginböndum, sem hvorki verða rofin í vöku né svefni! Lífi né dauða! Ég veit, að í niínum æðum rennur einnig keltneskt blóð. Ef til vill örlítill óropi Kormáks ættar. Og sá dropi er það, sem brennur og logar 8em leiftrandi bál í undirdjúpum huga míns og hjarta! Ég þekkti þig þegar á götu. 1 mikilli fjarlægð. Hendur þínar höfðu eigi brugðizt: Hrynjandi þíns unga líkama var svo söng- faen og samstillt. Þú varst lifandi hljóðfall lífsins og æskunnar. Ég fann, að mér gat ekki skjátlazt. En ég sá ekki andlit þitt til fullnustu. Og augu þín! Augun þín! Þau varð ég að sjá!

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.