Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 26
262 ÞAÐ ÞYRFTI AÐ PRESSA BUXURNAR eimreiðin notað fjaðrarlausan hatt við þennan húning? Og næsta dag er hún vitanlega komin með fjöður í hattinn. Ég vildi nú sízt af öllu, að þú tækir þetta sem svo, að ég se að skita út konuna mína, eða að mér væri hætt að þykja vænt um hana. Ekkert væri fjær mér. Ég get trúað þér fyrir því, þ° að það komi náttúrlega ekkert þessu máli við, ég veit að þu ferð aldrei með það í blöðin, að enginn er stoltari en ég af að láta sjá sig með konu sinni. Þar sem hún gengur, há og grönn, við hlið mína, fer alltaf á réttu augnabliki yfir götu og brosir til kunningjafólks okkar, sem við mætum — þ. e. a. s. þeirra, sem eiga að fá bros, svo að ég þarf ekki að hugsa um það —» þá verð ég gripinn þessari þægilegu öryggiskennd, sem gerir mann bjartsýnni á lífið. Þegar manni finnst hann eiga himininn, sem hann horfir á, og jörðina, sem hann gengur á, þá er maður vel giftur. En það er ekki það, sem um er að ræða, heldur hitt: Hvað a maður að slaka mikið á sínum helgustu lífsreglum og skoðunum á mannlífinu, þegar maður er ekki kominn lengra en í neðstu tröppu metorðastigans innan síns verkahrings, til að bíða ekki alvarlegt skipbrot á virðingu fyrir sjálfum sér? Ég þekkti einu sinni mann, einmitt í þessum sömu kringumstæðum, sem átti sér ekki viðreisnarvon, hvorki í augum sjálfs sín eða annarra- Eina og síðasta úrræðið til að bjarga minningu sinni frá eilíf' um dauða var vitanlega að ráða sjálfan sig af dögum og deyja sem píslarvottur dapurra örlaga. En hann vantaði sjálfstraustið til þess lika. Það er hástig eigin vanmáttar. Ef þú skilur á annað borð nokkurt orð af því, sem ég segi, þá taktu eftir því, að það eru hinar föstu skorður í lífinu, sem gerir okkur það svo aðlaðandi og kært. Það skiptir minna máli, hvort þessar skorður eru húsið, sem við búum í — hvort sem það er nú tekið á leigu eða keypt í skuld —, fimm ára ganiall flókahattur eða okkar eigin lífsreglur, sem eru árangur óbrigð- ullar þekkingar og sárrar reynslu. Það segir sig sjálft, að ems og við getum erft hús, eins getum við erft lífsreglur, en ég tala nú fyrst og fremst út frá eigin brjósti. Hvar sem við erum stödd á hnettinum og þótt við ættum því láni að fagna að sitja til borðs með soldáni Tyrkja, þá geymum við öll þessi verðmæti i hjörtum okkar og hlökkum til að hverfa til þeirra aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.