Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 56
292 KALÍGÚLA OG MUSTERIÐ 1 JERÚSALEM eimreiðin IV. Þegar málum var svo komið, sem nú hefur sagt verið, fóru þeir Aristóbúlus, bróðir Agrippu konungs, Helíkas hinn mikli og fleira stórmenni af ætt þessari, til Petróníusar, og lögðu fast að honum að aðhafast ekkert í máli þessu, þar sem augljóst væri að lýður- inn væri óhagganlegur og myndi grípa til örþrifaráða. Báðu þeir hann að rita Kajusi, að Gyðingar mættu ekki með nokkru móti heyra þessa líkneskju nefnda og að þeir héldu fast við þá ákvörð- un að veita henni ekki viðtöku, að þeir væru hættir að plægja akrana og sá, að þeir vildu ekki hefja ófrið gegn honum, af þvi að þeir hefðu engan afla til þess, en ætluðu sér að ganga beint út í opinn dauðann heldur en horfa á lögmálið fótum troðið, svo og að þar sem ekki væri sáð í akra, hlytu rán og gripdeildir að hefjast, en skattar greiddust engir. Mætti þá svo fara, að Kajus snerist til mildi og hætti við að láta reiði sína bitna á þeim og gereyða þjóðina. — Með þessum orðum sárbændu þeir Petróníus, Aristóbúlus og þeir, sem með honum voru. Petróníus hlýddi á hinn ákafa málflutning Aristóbúlusar og þeirra, sem með honum voru, sá hve mikið var til í því, sem þeir sögðu og með hve mikilli alvörugefni þeir báru bænir sínar fram- Hann vissi, hve óbilandi andstaða Gyðinganna var og fann, hve andstyggilegt það var, að vera svo mikill þræll hins brjálaða keis- ara, að láta hafa sig til þess að drepa margar tugþúsundir manna fyrir það eitt, að þeir voru ósveigjanlega trúir guði sínum, en eiga vísa refsingu síðar fyrir slíkt athæfi. Að öllu þessu athuguðu réð Petróníus af að senda til Kajusar og skýra honum frá því, hve þungbær honum væri reiði keisarans fyrir það að hafa ekki þegar framkvæmt vilja hans samkvæmt bréfinu. En feginn yrði hann, ef keisari vildi hætta við þessa ákvörðun. Ef ekkert undanfæri væri að framkvæma þessa vitfirringslegu ákvörðun, gæti hann hafið ófrið gegn Gyðingum. Og ef keisari sneri reiði sinni a hann fyrir þennan drátt og fyrir tregðu að framkvæma skipun bréfsins, þá væri það ekki nema drengskaparbragð að láta jafnvel líf sitt fyrir slíkan f jölda manna. — Hann ákvað því að hlusta frek- ar á bænir Gyðinga í þessu máli. V. Stefndi hann nú Gyðingunum saman í Tíberías, og komu þangað margar tugþúsundir. Herliði sínu öllu fylkti hann gegnt þeim- Hann lét ekkert uppskátt um sína eigin skoðun á málinu, en lýstl skipun keisarans og sagði þeim, að reiði hans myndi koma þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.