Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 43

Eimreiðin - 01.05.1967, Síða 43
FjARHA GSFORSENDVR ÁRNASA FNS 131 að vera „hernaðarbragð, að gera hlut Á. M. ekki alltof mikinn, til þess að hlutur konunnar komi betur upp, sem hins eiginlega og raunveru- lega stofnanda Árnasafns. Það sé hennar „danski“ auður og ríkidæmi, sem allt hafi byggst á, Á. M. hafi komið til Khafnar sem „fattig islandsk student" og annað ekki. Eignirnar hafi allar „blevet skabt i Köben- havn,“ segir höf„ og þess vegna „heltigennem fra danske kilder.“ Það er í fljótu bragði nokkurt undrunarefni hvers vegna höf. er svo mjög í nöp við Jón Ólafsson Grunnvíking. Hann hælir að vísu Á. M. í frásögnum sínum, og frúna kallar hann „dyggðum prýdda höfðings- konu,“ dydædle Matrone. En það sem J. Ól. liefur orðið á í messunni er að segja frá því, að konan hafi verið norskrar œttar, það mátti með engu móti. Dönsk varð hún að vera, hvað sem tautaði, og reyndar fyrri maður hennar líka. Með öðru móti var það ekki fullkomlega tryggt, að fjármunir konunnar, — frumstofn Árnasafns, — hafi að öllu verið „fra danske kilder.“ — Vitaskuld má okkur íslendingum nákvæmlega á sama standa, hvort konutetrið var danskt eða norskt að uppruna, og er það einungis til Jress að sýna vinnubrögð höf., að ég vík að Jtessu atriði nokkru nánar. Auðvitað kemur varla til mála að J. Ól. hefði sagt konuna „norskrar" ættar, nema af því að hún hafi raunverulega verið Jrað. Hvað gat honum svo sem gengið til, að fara að skrökva um ætterni konunar? Enda hefur þetta aldrei verið dregið í efa áður, svo ég viti. Hins vegar hefur höf. gert sér ljóst, að ekki myndi tjóa að véfengja frásögn J. Ól. um þetta, nema koma með aðra ættfærslu og færa á hana jrær sönnur að ekki yrði um villzt. En Jrað hefur tekizt heldur báglega. Nú var Khöfn á þessum tíma ekki stór bær, miklu minni en Reykjavík er nú, og hefði Jjví átt að vera vinnandi vegur að finna ætt Mettu Jressarar, ef hún var Jtaðan, og sérstaklega el' hún var svo rík sem af er látið. Og reyndar finnur höfundur Khafnarmann, sem hann vill telja að vera muni íaðir konunnar. Að vísu eru dætur manns þessa upp taldar og nafngreindar, í hinni tilteknu heimikl höf., og er nafn Mettu ekki Jsar á meðal. En höfundur er ekkert að setja fyrir sig slíka smámuni: „Alene den omstændighed, at de to (ugifte og uforsörgede) dötre nævnes ved navn, gan give plads for en hypotese om, at Metta Jensdatter kunde være en (forsörget) uægte datter“ mannsins. Hafa menn nokkurn tíma heyrt aðra eins ættfræði? Fyrst maðurinn átti þessar tvær dætur í hjónabandi, .,Ellen og Sophie,“ hvað var Jrá eðlilegra en hann ætti eina í lausa- leik? Og Jiá einmitt Mettu Jressa? Jú, annað eins hefði svo sem getað skeð. En það er bara sá galli á, að fyrir ættfærslu Jressari finnst enginn stafur. Auk Jress sést höf. yfir, að Jrar sem „barnsfaðirinn" var í háu klerklegu embætti við eina af höfuðkirkjum Khafnar, hefur það vita-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.