Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Side 53

Eimreiðin - 01.05.1967, Side 53
FJÁRHAGSFORSENDUR ÁRNASAFNS 141 þá með skýringar, ef tiltækar væru. Hitt er svo annað mál, hvort skýr- ingar próf. í fyrrgreindum bæklingi eru yfirleitt til þess fallnar, að eyða óvissu eða auka trúgildi erfðaskrárinnar á nokkurn hátt. Líklega frekar hið gagnstæða, ef nokkuð væri. Ég hafði í upphaflegri grein minni um erfðaskrána dregið fram ýmis atriði, sem grunsamleg gátu virzt, bæði um atvik þess hvernig skráin varð til, og um efni hennar, sem ég taldi einsætt að ekki gæti að öllu leyti verið frá Á. M. sjálfum, eða að hans vilja, jafnvel þótt svo mætti ætla um aðalatriðin. Hafi erfðaskráin enda verið ómerk vegna margvíslegra formgalla. Og að því er konuna snerti hafi plagg þetta verið með þeim ólíkindum, að varla gæti einleikið talizt, og skal ég að nú gefnu tilefni víkja lauslega að þeim þætti málsins. 1 fyrsta lagi hlaut það að virðast grunsamlegt hvers vegna frúin fór að afsala sér forræði sinna (miklu) eigna við „undirskriftirnar," og gera sig ómynduga um öll fjárráð þau ár, sem hún átti framundan. Þessi kona, sem Finnur J. segir, að aldrei hafi hugsað um annað en peninga. Og síðan hafi hún undirgengist að lifa á vöxtunum einum, sem hún lofar að láta sér duga með „nægilegri sparsemi," eins og það er orðað í skránni. Meira að segja sagnfr. Werlauff þykir undarlegt þetta erfðaskrárákvæði, „den írie raadighed over det fælles Boe, som den længstlevende ifölge denne Disposition frasagde sig,“ (Nord. T. f. Oldkundksab, 1836). í öðru lagi er ótrúlegt, að frúin hafi nokkurn tíma samþykkt og undir- gengist, að Háskólinn léti innsigla allt innan stokks, peninga hennar og innbú, og hafa peningaskrínið á brott, strax um morguninn, m. a. s. áður en búið var að leggja manninn til. Það sér hver heilvita maður, að hér getur ekki verið allt með felklu. Annað hvort er þetta fram- ferði háskólamanna svo ótrúlegt smekkleysi og yfirgangur, að engu tali tekur, eða þá hitt, sem sannlegra er, að konan hafi alls ekki verið til staðar í húsinu, og að undirskrift hennar hafi þá ekki verið fengin á skrána að því sinni. Eða að konan hafi ekkert vitað hvað hún var að skrifa undir. í þriðja lagi er það grunsamlegt, eins og fyrr er getið, að skráin skuli ekki fyrirfinnast, og að afritum j:>eim, sem til eru, skuli ekki bera alls kostar saman. Þó er það sennilega enn undarlegast, að til er afrit af skránni, (niðurlaginu), með nafni Á. M„ en undirskrift frúarinnar er þar livergi að finna, sbr. nánar hér á eftir. Loks má svo nefna ákvæðið um hinn „gode salige Mand,“ sem hér er sérstaklega til umræðu, en um hann segir svo í 5. tölulið erfða- skrárinnar: „Naar den længst levende af os ved Döden er afgangen, og dends Begravelses Omkostninger, samt andre nödvendige Udgifter af dend
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.