Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Page 73

Eimreiðin - 01.05.1967, Page 73
JEPPE AAKJÆR OG GUÐMUNDUR JNGI 161 háttuð þátttaka skálds í lífi fólksins orðið sem tvíeggjað vopn, ýmist reynzt því uppspretta andagiftar, kveikur söngs og sögu, eða þá gerzt því fjötur um fót, svo að flug þess daprist, allt eftir ástæðum. Jeppe Aakjær varð hún sem tær og sístreymin lind á Jótlands- heiðum, Guðmundi Inga eins og söngrænn lækur í vestfirzkri fjalla- hlíð. Ég hef ekki hirt um að fella listrænan dóm yfir ljóð Guðmundar Inga, heldur benda á sérstöðu hans sem skálds og hvar upptök hennar eru. Að minni hyggju er hann enn á þroskabraut. Það sýna hezt síðustu bækur hans, „Sóldögg“, er út kom 1958, og „Sólborgir", ferðakvæði hans frá Austurlöndum (1963), þar sem hann nemur ný lönd í kveðskap sínum. í frábærri grein, sem Richardt Gandrup reit urn Jeppe Aakjær og út kom í safnritinu „Danske Digtere i det 20. Aarhundrede" árið 1951, segir, að „Rugens Sange“ hafi vakið einróma hrifningu allra ritdómara og, það sem meira var, safnað um Jeppe Aakjær meginfjölda hins lesandi fólks, svo að eftir það hafi hann getað lostnað við öll þreytandi skyldustörf. Tekjurnar af ljóðum Guðmundar Inga munu ekki hafa létt af honum þreytandi skyldustörfum, enda spurning, hvort hann liefði kært sig um það, svo hugþekk sem þau virðast vera honurn. Hann hefur víst aldrei verið lofaður einum rómi af þeim háu herrum, sem dómarasætin skipa. En alþýðan, sem hann yrkir fyrst og fremst um, hefur tekið verkum hans vel. Þeirn, sem hún veitir viðtöku, er borgið. Dómi hennar verður ekki áfrýjað. Helztu lieimildir: F. J. Billeskov Jansen: Jeppe Aakjær, Dansk Litteraturhistorie, Politikens Forlag 1966, Bind 3, bls. 498-505. Richardt Gandrup: Jeppe Aakjær; Danske Digtere i det 20. Aarhundrede, G. E. C. Gads l'orlag, Kh. 1951. Harry Andersen: Jeppe Aakjær; Nordisk Tidskrift, Arg, 42, Háíte 8, 1966, Stockholm, Seelig & Co. Guðmundur Ingi Kristjánsson: Sólstafir, kvæði, Reykjavík, 1938. — — — : Sólbráð, kvæði, Reykjavík, 1945. — — — : Sóldögg, Reykjavík, 1958. Jeppe Aakjær: Derude fra Kærene, Kjábenhavn, 1899. — — : Fri Felt, Kjábenhavn, 1905. — — : Rugens Sange og andre Digte, Kpbenhavn, 1906. — — : Muld og Malm, K0benhavn, 1909. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.