Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1967, Page 80

Eimreiðin - 01.05.1967, Page 80
168 EIMREIÐIN Kirkjuferð er mér minnisstæð. Jörpum hesti af Guðbrandsdalskynt var beitt fyrir vagn óðalsbóndans. Tveir synir bónda, komnir undir tvítngt eins og ég, áttu fullt í fangi með að hemja þann jarpa, er hann var settur fyrir vagninn. Fjörið leiftraði í tinnudökkum augunum, hver taug titraði, hver vöðvi var þaninn, eins og væri hann veðhlaupa- hestur í upphafi keppni, en hann stilltist þegar, er hann fann taumana komna í hendur ekilsins, óðalsbóndans. Við hlið hans sat kona hans, ávallt jafn glaðlynd og kát, en hann alvörugefinn, stundum þungbúinn, nú hátíðlegur á svip. Einn sonanna sat mér við hlið, en gegnt okkur tvær telpnanna með sálmabækurnar sínar í höndunum. Ekið var eftir þjóðvegi lengst af, þar sem furuskógur hávaxinn var á báðar hendur. Svo hratt brokkaði sá jarpi, að mér fanns að við færurn sem fugl flygi, og hraðinn ávallt jafn, og jafnlétt brokkaði hann alla leiðina, 30 kílometra vegarlengd eða vel það. Og brokkhljóðið berg- málaði um allan skóginn og lét vel í eyrum og sameinaðist bergmáli klukknahljómsins, er komið var í námunda við kirkjustað. Það var vagn við vagn og margt af kirkjufólkinu í þjóðbúningum. 1 kirkjunni tóku allir þátt í sálmasöngnum og það órnaði af honum lengi á eftir og mér fannst ómurinn af honum og klukknahringingunni hafa sam- einast brokkhljóðinu á leiðinni heim og vera helgi yfir því. Ég minnist líka guðsþjónustu og hátíðarsamkomu á Stiklastöðum. Þar talaði Lars Eskeland, líklega mesti mælskumaður Noregs, eftir daga Björnstjerne Björnson, — hann talaði á landsmáli og mér fanst það fagurt í hans munni, og Jrað var sungið á landsmáli, Gud signe Norigs land, eftir Arne Garborg, og Dei stod paa Stiklastad fylka til strid, den gamla og so den nya tid, eftir Per Sivle. Skömmu eftir komu mína fór einn sonanna, sextán-seytján ára piltur til sumardvalar á óðali suður í Guðbrandsdal. Kvökl var, og ég var eilthvað að rangla úti í skógi skamrnt frá bænum og heyrði allt í einu blístrað og nam staðar. Pilturinn, sem að heiiuan fór, var kominn, og hann sagði mér alla söguna. Elann undi ekki vistinni fyrir heimþrá — og strauk heim. Elann kom með næturlest til Steinkær og hafði svo falist í skóginum, því að hann óttaðist reiði föður síns. Og nú bað hann mig að fara á fund móður sinnar. Það erindi rak ég fúslega, því að löng kynni þurfti ekki til að sjá, að hún var ein þeirra kvenna, sem allt mildaði, og jafn augljóst var, að bóndi hennar virti hana og dáði. Pilturinn fór til vinnu sinnar að morgni. Undir hádegi um daginn gekk faðir hans til mín og sagði eitthvað á þá leið, að mér mundi víst hafa fundist sonurinn kjarklítill. Mér datt ekki annað í hug til svars en að segja frá atviki sem ég hafði verið vitni að, er unglingi á íslenzku heimili var skipað að vinna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.