Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 15
AMALÍA BJÖRNSD., INGIBJÖRG SÍMONARD. OG JÓHANNA EINARSD. efni frá foreldrunum. Rannsóknir á tvíburum benda til þess að námsörðugleikar og þá kannski sérstaklega lestrarörðugleikar ráðist að hluta af erfðum (Plomin, DeFries, McClearn og McGuffin, 2001). Það að eiga ættingja með lestrarörðugleika virðist því auka líkur á að barn lendi í lestrarörðugleikum. Þarna er vissulega um flókið samspil umhverfis og erfða að ræða. Niðurstöður langtímarannsóknar á tvíburum í þremur löndum benda til þess að erfðir hafi áhrif á minni og nám, þar á meðal á hljóðkerfis- vitund (Byrne, Delaland, Fielding-Barnsley og Quain, 2002). Rétt er að benda á að þótt erfðir hafi áhrif þá útilokar það ekki áhrif umhverfis. Líklega er aldrei mikilvæg- ara að huga vel að umhverfi eins og þegar einstaklingur er með einhverja arfgenga veikleika. Þar sem rannsóknir sýna tengsl ýmissa félagslegra þátta og erfða við árangur í lestri og þróun hljóðkerfisvitundar er forvitnilegt að kanna þau tengsl við mælingar á málþroska og lestrarfærni í fyrstu bekkjum grunnskólans á íslandi. HÖNNUN OG TILURÐ HUÓM OG HUÓM-2 Eins og fram hefur komið í þessari grein sýna rannsóknir að unnt er að þjálfa hljóð- kerfisvitund hjá ungum börnum og þar með að auka líkur á farsælu lestrarnámi. Því er mikilvægt að bera strax í leikskóla kennsl á þau börn sem eru með slaka hljóðkerf- isvitund. HLJÓM-2 var hannað með það fyrir augum að geta nýst í þeim tilgangi. Haustið 1996 hófst vinnan við rannsóknina sem HLJÓM-2 byggir á. Markmið rannsóknarinnar var í upphafi að kanna tengsl hljóðkerfis- og málmeðvitundar fimm til sex ára barna við síðari lestrarfærni þeirra. í því skyni var hannað tæki, HLJÓM, sem kannaði ákveðna þætti hljóðkerfis- og málmeðvitundar með tengsl við síðari lestrarerfiðleika í huga. Við hönnun HLJÓM voru útbúin greinandi verkefni sem nota mætti til að leggja mat á hljóðkerfis- og málmeðvitund fimm til sex ára barna. Þetta voru tíu mismun- andi verkefni hvert um sig með 9-16 atriðum. Haft var til hliðsjónar efni úr svipuð- um athugunum sem gerðar höfðu verið erlendis. Verkefnin taka mið af mismunandi hugmyndafræði fræðimanna sem stundað hafa rannsóknir á þessu sviði (sjá t.d. Fox og Routh, 1984; Castle o.fl., 1994; Jorm, Share, Maclean og Matthews, 1984; Mody, Studdert-Kennedy og Brady, 1997; Wagner, Torgesen, Laughon, Simmons og Ras- hotte, 1993). Þar velta menn vöngum yfir því hvort færni á einhverju ákveðnu sviði hljóðkerfis- og málmeðvitundar hafi meiri áhrif en færni á öðru. Er það t.d. heppilegri forsenda fyrir góðu lestrargengi að vera leikin í greina að hljóð í orðum fremur en að samtengja hljóðin? Er nauðsynlegt að vera líka leikinn í þáttum sem tengjast meira öðrum þáttum málmeðvitundar? Þau verkefni sem mynduðu HLJÓM voru: Löng og stutt orö, orð í setningu, orð úr minni, rím, samsett orð, snmstöfur, hljóðgreining, margræð orð, orðhlutaeyðing og hljóð- tenging. I rannsóknum sem meta eiga forspárgildi prófa er nauðsynlegt að fylgja sama barnahópnum eftir. HLJÓM átti að bera kennsl á börn á leikskólaaldri sem líklegt væri að ættu við lestrarerfiðleika að stríða í grunnskóla og því var hópi barna fylgt 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.