Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 23

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 23
Æ G I R 133 Tilkynningar varðandi landhelgisdeiluna. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér svo- hljóðandi tilkynningu varðandi landhelgis- deiluna 29. apríl: „Með erindi, dagsettu 31. marz síðastl., staðfesti brezka utanríkisráðuneytið við sendiherra Islands í London, þau munn- legu skilaboð, er honum höfðu áður verið tjáð, að brezka ríkisstjórnin legði til, að ríkisstjórnir íslands og Bretlands kæmu sér saman um að leggja undir úrskurð al- Þjóðadómstólsins í Haag það ágreiningsat- riði, hvort íslenzku ríkisstjórninni hafi ver- ið heimilt að alþjóðalögum að draga grunn- linu milli Eldeyjardrangs og Gáluvíkur- tanga og mæla frá henni viðáttu fiskveiði- landhelginnar. Jafnframt var tekið fram, að biæzka rík- isstjórnin hefði ekki breytt uni skoðun að því er varðaði önnur fiskveiðitakmörk, svo sem hún hefur tekið fram í fyrri orðsend- ingum. Ef fallizt yrði á þessa tillögu, mundi brezka rikisstjórnin reiðubúin til þess að ræða nánar samkomulag um málsmeðferð. Þann 24. apríl síðastl. afhenti sendiherra Islands brezka utanríkisráðuneytinu það svar, að íslenzka ríkisstjórnin endurtaki in reynzt vera um 35 cm, en enga síld höf- um við fengið lengri en 40 cm. Bjarni Sæ- mundsson getur þess þó í fiskabók sinni, að lengsta síld, sem hér hafi fundizt, hafi mælzt 42 cm og bætir því við, að svo stór verði síldin ekki annars staðar. Því miður getur hann ekki um heimildir. Aasen bendir á, að í öðrum löndum hafi einstöku sinnum fundizt ,,risasíld“, t. d. ein 42 cm við Bohuslán í Svíþjóð 1895 og 43.2 cm hjá Orkneyjum 1906. Var sú síld áður talin sú stærsta, sem veiðzt hafði, og eftir því að dæma ætti norska síldin, sem hér hefur verið sagt frá, að „hafa heims- mef“. Árni Friðriksson. það, að hún sé reiðubúin að skjóta ágrein- ingsatriðum milli íslenzku og brezku stjórn- arinnar út af reglugerðinni frá 19. marz 1952 til Haagdómstólsins og sé reiðubúin að taka upp viðræður við brezku stjórnina um, á hvern hátt það skuli gert, að því til- skildu, að löndunarbanninu verði strax af- létt að fengnu samkomulagi um málsmeð- ferð.“ Þann 30. apríl var gefin út í London til- kynning um fiskveiðideilu Breta og Islend- inga, og viðvíkjandi henni sendi utanríkis- ráðuneytið frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Samkvæmt upplýsingum, sem utanrík- isráðuneytinu hafa borizt, var í gær gefin út í London tilkynning um fiskveiðideilu íslendinga og Breta, og tekið fram, að brezki aðstoðarutanríkisráðherrann hafi hinn 20. janúar siðastl. tilkynnt sendiherra íslands í London, að brezka ríkisstjórnin legði til, að ríkisstjórnirnar kæmu sér sam- an um að leggja fyrir alþjóðadómstólinn í Haag grunnlínuna, sem dregin hefur verið fyrir Faxaflóa, og að nú hafi borizt svar íslenzku ríkisstjórnarinnar við þessari til- lögu. Þá er einnig skýrt frá því, að íslenzku ríkisstjórninni hafi verið gert ljóst, að brezka ríkisstjórnin hafi ekki aðstöðu til þess að gefa neina yfirlýsingu um að lönd- unarbanninu verði aflétt. Út af þessu vill utanríkisráðuneytið taka fram, að þann 18. febrúar tilkynnti sendi- herrann brezka utanríkisráðuneytinu það svar íslenzku ríkisstjórnarinnar, að hún væri reiðubúin að ræða á hvern hátt deilu- málið yrði lagt fyrir alþjóðadómstólinn að því tilskildu, að löndunarbanninu yrði strax aflétt að fengnu samkomulagi um máls- meðferðina. Eins og tekið er fram í fréttatilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins í gær, staðfesti brezka utanrikisráðuneytið bréflega þessa tillögu sina 31. marz síðastk, en ríkisstjórn Islands staðfesti skriflega svar sitt 24. þ. m.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.