Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 47

Ægir - 01.05.1953, Blaðsíða 47
Æ G I R 157 ir ágallar, verður reynt að koma i veg fyrir þá. Sé margnefnd vél með þeim hætti, sem lýst er, má tvímælalaust vænta þess, að hún geti orðið Islendingum að liði við sína síldarútgerð, ekki sízt, ef þeir þurfa að stunda úthafsveiðar og salta síldina um borð. Aukin saltfisksala í Brazilíu. Hinn 6. maí síðastl. var undirritaður nýr viðskiptasamningur við Brazilíu. Sam- kvæmt honum kaupir Brazilía saltfisk af okkur fyrir 36% millj. krónur. Er hér um að ræða mikla aukningu frá fyrra ári, en þá nam saltfisksalan þangað 22 millj. kr. Hinn nýi samningur gildir frá 1. júlí í ár til jafnlengdar næsta ár. Gert er ráð fyrir, að íslendingar kaupi aðallega kaffi fyrir saltfiskandvirðið, en einnig nokkrar aðrar vörur. Fyrir striðið var saltfiskútflutningur okkar til Brazilíu 1500—3000 smál. árlega. En láta mun nærri, að saltfiskmagn það, sem Braziliustjórn leyfir innflutning á sam- kvæmt samningnum, verði um 5000 smál., miðað við harðþurrkaðan fisk. Thor Thors sendiherra vann að samn- ingsgerðinni fyrir íslands hönd og undirrit- aði hann. Auka Svíar kaup á hraðfrystum fiski? Norðmenn hafa verið óánægðir yfir því, hve Svíar kaupa lítið af hraðfrystum fiski frá Noregi, og hafa nefnt það sem dæmi um það, hve langt í land norræn samvinna ætti. Sænska blaðið „Dagens Nyheter“ hef- ur hafið áróður fyrir því, að eftirleiðis verði greiðara um sölu á norskum hrað- frystum fiski í Sviþjóð en verið hefur til þessa. Bendir blaðið á, að Norðmenn veiða fimmfallt meira fiskmagn en Svíar, og þar ámeðal fisktegundir, sem séu sérlega vel fallnar til flökunar, eins og rauðsprettu og ýsu. Svíar veiði hins vegar litið sem ekk- ert af þessum fisktegundum, en þær séu þó mjög eftirsóttar þar í landi. Fram til þessa hefur sala á norskum hraðfrystum fiski verið bönnuð í Suður-Svíþjóð, eða fyrir sunnan Sundsvall og Östersund. Sænskar húsmæður eru óánægðar með þetta bann, og er nú unnið að miðlun i þessu máli á þá lund, að Norðmenn fái að selja hraðfrystan fisk til Suður-Svíþjóðar gegn því að kaupa fyrir andvirði hans frystar baunir, jarðarber, spínat o. fl. frá Skáni. Er þegar byrjað á þessum viðskipt- um í litlum stíl. — Þess má geta í þessu sambandi, að fiskneyzla Svía hefur minnk- að undanfarin ár, var 107 þús. smál. 1951, en 111 þús. smál. 1939.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.