Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1959, Page 25
það umdeilt lögfræðilegt atriði. Til frekari áherzlu flutti Gisli i apríl 1942 till. til þál. um staðfesting á þingsálykt- uninni frá 15. maí 1941. En sú tillaga var aldrei rædd. 1 þess stað samþykkti Alþingi í mai stjórnarskrárbreyt- ingu, sem hlaut að hafa í för með sér þingrof og lýsti þar með yfir, að ályktunin frá 15. mai væri úr sögunni. Ég hef þá gert grein fyrir þeim tveim ákvörðunum, þar sem byggt hefur verið á stj órnskipulegum neyðar- rétti hér á landi. Ályktun Alþingis 10. apríl 1940 um með- ferð utanrílcismála og landhelgisgæzlu skiptir hér ekki máli, þvi að þar er um að ræða gildi millirikjasamnings, sem að vísu var í lagaformi, og mætti þvi halda fram, að eðlilegra liefði vcrið að kveða á um málsmeðferðina með löggjöf fremur en þingsálylctun. Af þeim dæmum, sem rakin hafa verið úr erlendum rétti sem innlendum, er sýnt, að um tilvik er að ræða, sem ekki verða umflúin. Um viðurkenning á hcimild til þeirra fer mjög eftir reynslunni i hverju einstöku landi. Þar sem föst, gamalreynd og örugg réttarskipun er eins og í Bretlandi og Bandaxúkj unum, hefur þetta þróazt án stórvandræða og þó verið verulega umdeilt stunduixi i Bandai’íkjunum. I Þýzkalandi hefur ótvíræð misbeiting heimildar, sem fyrir hendi var, leitt til þess, að i nýj- um stjórnlögum er hún ekki lengur veitt. Frakkland hefur aftur á móti, vegna þess að heimildina var talið skorta, þegar mest á reið, veitt hana nú i ótrúlega rúmu formi. Verður þó að efast urn, að slík heimild hefði mik- ið stoðað 1940, því að þá skorti öllu fremur nægan skör- ungsskap forystumanna en lagabókstaf. Á Noi'ðurlöndum sést enn hinn sami mismunur við- lxorfa. 1 Sviþjóð liafa menn notið friðsældar i 150 ár og búið við rólega framvindu, en höfðu áður orðið að sæta ínisbeitingu á óákveðinni athafnaheimild þjóðliöfð- ingjans. Þess vegna liafa menn hvorki þurft á neyðar- í’étti að lialda né viljað viðurkenna tilvist lians. 1 Dan- Tlmarit lögfrœSinga 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.