Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 15
og nægir þar að vitna til hins mikla málafjölda, sem fyrir dómstólana kemur, vegna þess að ekki er gengið nægilega vel frá samningum í upp- hafi. Auk þess sem að framan er greint, er rétt að geta viðskiptahátta, sem virðast ryðja sér í auknum mæli til rúms á Islandi. Hér er um að ræða hina svokölluðu „standard" saminga, sem kaupandi verður oft á tíðum að sætta sig við, t. d. þegar keypt er íbúð í smíðum, sjónvai*p með eignarréttarfyrirvara, eða annað lausafé með afborgunarskilmál- um. Með framangreindum „standard samningum" á ég við fyrirfram ákveðið samningsform, sem seljandi hefur látið gera, oftast að mjög verulegu leyti sjálfum sér í hag, og kaupandi á ekki annars úrkosta en að sætta sig við samninginn. Ef kaupandi reynir að malda í móinn, bendir seljandi honum á, að þetta sé hin venjulega gerð slíkra samn- inga og hann geti ekki gert undantekningu gagnvart einum kaupanda frekar en öðrum. Tæpast þarf hér að fjölyrða um aðstöðumuninn milli seljanda og kaupanda, aðstöðumuninn milli hins sterka og hins veika. Hér er að vísu komið að nokkuð öðru vandamáli, en það er skorturinn á almennri neytendalöggjöf. Ljóst er, að sérhver einstaklingur stendur þannig öðru hvoru frammi fyrir lögfræðilegum vandamálum, sem hann getur ekki leyst á eigin spýtur og þarf eða a. m. k. ætti að leita aðstoðar lögfræðings til að leysa. Þörf fólks fyrir tengsl eða samskipti við lögfræðinga er því í mjög ríkum mæli fyrir hendi. Lögfræðiþjónusta við almenning nú Þá er að því að víkja, hvernig lögfræðiþjónustu við almennig er háttað á íslandi nú, og hvaða möguleika menn hafa til að notfæra sér þá þjónustu, sem fyrir hendi er. Fái maður slæma tannpínu eða önnur líkamleg óþægindi, þykir sjálf- sagt og eðlilegt að leita læknis og reyna að fá úr meininu bætt. Ef bíll- inn bilar, er umsvifalaust farið með hann til viðgerðar og það oft án tillits til þess, hvort fjárhagurinn leyfir slík útgjöld að svo stöddu. En annað viðhorf kemur upp, ef sami maður stendur frammi fyrir lög- fræðilegu vandamáli. Það þykir engan veginn sjálfsagt að leita lög- fræðings í slíku tilfelli. Það er oft ekki, fyrr en þörfin er orðin mjög brýn og ekki verður hjá því komist, að menn telja nauðsynlegt að leita þjónustu eða aðstoðar lögfræðinga. Ástæður þessa geta verið margar, m. a. að viðkomandi er ekki vit- andi um rétt sinn og/eða hann sér ekki hinn lögfræðilega vanda í mál- inu. Einnig gæti það komið til, að enn eimi svo mikið eftir af hinum 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.