Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 31
Frá Bandalagi háskélamanna SÍÐASTA STARFSÁR Fimmtánda starfsári BHM lauk hinn 29. nóvember 1973. Félagsmenn banda- lagsins eru nú 2032 í 15 félögum, og fjölgaði félagsmönnum um 180 á árinu. í fulltrúaráði áttu á síðasta starfsári sæti 29 fulltrúar og sátu þeir 9 fulltrúa- ráðsfundi. Meginviðfangsefni BHM á starfsárinu voru þessi: 1. Nýju kjarasamningalögin 2. Breytingar á lögum BHM 3. Undirbúningur nýrra kjarasamninga 4. Aðild að BHM I apríl 1973 voru sett ný lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 46/1973. Verður ekki fjallað almennt um þá löggjöf hér, en meðal nýmæla í lögunum var ákvæði þess efnis, að heildarsamtök, sem fjármálaráðherra hef- ur veitt viðurkenningu, fara með fyrirsvar ríkisstarfsmanna um aðal- kjarasamning, en einstök félög gera sérsamninga að gerðum aðalkjarasamn- ingi. Hinn 25. maí 1973 veitti fjármálaráðherra BHM ofangreinda viðurkenn- ingu, og annast BHM gerð aðalkjarasamninga fyrir u.þ.b. 1.000 ríkisstarfs- menn. Nýju kjarasamningalögin leiddu til þess að breyta þurfti lögum BHM og voru samþykkt ný lög 30. maí 1973. I þeim er ákvæði um launamálaráð, sem er samninganefnd BHM við aðalkjarasamninga. Er það skipað einum fulltrúa frá hverju aðildarfélagi, sem hefur ríkisstarfsmenn meðal félagsmanna sinna. Þá eru og ákvæði um tilnefningu BHM í Kjaradóm, Kjaranefnd og Félagsdóm. Um störf launamálaráðs og kjaramálin verður ekki fjallað hér, en kjaradeila BHM og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs er fyrir Kjaradómi, og ber dóminum að kveða upp dóm eigi síðar en 15. febrúar n.k. í BHM eru 15 aðildarfélög, þar af 12 félög, þar sem menntun félagsmanna er hin sama, og 3 kennarafélög, þar sem félagsmenn kenna á einu og sama skólastigi. I haust sóttu 4 ný félög um aðild að BHM. Þessi félög eru: Kenn- arafélag Kennaraháskólans, Kennarafélag Tækniskólans, Félag háskólamennt- aðra stjórnarráðsstarfsmanna og Félag bókasafnsfræðinga. Á fundi í fulltrúa- ráði BHM 17. desember s.l. var Félag bókasafnsfræðinga tekið í samtökin, en frestað var afgreiðslu hinna umsóknanna. Lögfræðingafélagið hefur látið sig varða umsókn félags stjórnarráðsmannanna, og skal því tekin hér upp ályktun fulltrúaráðsfundarins um hana: „Félag viðskipta- og hagfræðinga og Lögfræðingafélag islands hafa lýst sig reiðubúin að veita háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins inn- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.