Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 57
i kjarasamningi BSRB fengust alimiklar hækkanir frá núgildandi launa- stiga. í kröfugerðinni var lögð megináhersla á að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Launaflokkar frá 7—9 voru sameinaðir 10. launaflokki, og er sú hækkun, miðað við hámarkslaun, 24% í 7. Ifl., 18% í 8. Ifl. og 12% í 9. Ifl. A'menna kauphækkunin í 10.—14. Ifl. er 7%, en þar fyrir ofan hækkar kaup siðan um sömu krónutölu, þ. e. 2883 krónur hver launaflokkur. Auk þess hækka síðan öll laun um 3% hinn 1. desember 1974 og þau grunnlaun síðan aftur um 3% hinn 1. september 1975. Auk breytinga á launastiganum voru gerðar allmargar breytingar frá fyrri samningi, og verð- ur hér aðeins getið nokkurra þeirra. í fyrsta sinn fengu nú ríkisstarfsmenn samningsrétt um orlof. Skemmsta orlof er eins og áður 24 dagar, en verður 27 dagar við 10 ára starfsaldur (áður við 15 ára starfsaidur), og við 20 ára starfsaldur lengist orlofið í 30 virka daga. Að minnsta kosti 24 orlofsdagar skulu veittir á sumarorlofstím- anum. Sé hins vegar hluti af orlofinu tekinn að vetri, lengist sá hluti orlofsins um 1/4. Áður hafði verið samið um sérstakt orlofsframlag, kr. 5.000, sem greitt skal í þeim mánuði, er starfsmaður tekur orlof, og hækkar nú orlofs- framlagið upp í kr. 10.000. Mikillar óánægju hafði gætt frá siðustu samningum hjá þeim hópum vakta- vinnumanna, sem áður fengu 12 frídaga á ári fyrir staðna hátíðisdaga, en fengu í þeirra stað greiðslu á yfirvinnutaxta. Nú eiga þeir vaktavinnumenn, sem vinna til jafnaðar 40 kist. á viku allt árið, rétt á að fá 12 daga fríið á ný. Skulu einstök bandalagsfélög semja nánar um það í sérsamningum. Auk þessa er veruleg hækkun á vaktaálagi þeirra, sem vinna á reglubundnum vinnuvökum. Sú breyting var gerð á fyrirkomulagi kaffitíma, ef unnin er yfirvinna, að kaffitímar eru þá fastákveðnir. Með því er skorið úr um ýmis vafaatriði varð- andi framkvæmd á fyrri samningi. Kaffitímar þeirra, sem vinna á reglubundn- um vinnuvökum, eru felldir niður, og þess í stað kemur 25 mínútna vinnu- tímastytting eða yfirvinnugreiðsla á hverja vakt. Vaktavinnumönnum er þó heimilt að neyta matar og kaffis á vaktinni, svo fremi að því verði við komið, en hafa þó ekki sérstaka kaffitíma. Samið var um nýjar reglur varðandi afleysingar, t. d. hvernig með skuli fara, þegar undirmaður leysir yfirmann af í forföllum, en um þetta atriði voru engin ákvæði áður og mjög á reiki með framkvæmdina. Einnig voru gerðar nokkrar breytingar á ákvæðum um starfsaldur og starfsþjálfun. Auk þessa má geta nýrra ákvæða varðandi ferðakostnað og sérstakar bók- unar um viðurkenningu trúnaðarmanna á vinnustöðum og réttarstöðu þeirra, en það hefur lengi verið baráttumál BSRB og aðildarfélaga þess. Loks var í fyrsta skipti samið um kaup tímavinnufólks. Gunnar Eydal 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.