Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 12
Gunnar Eydal lögfræðingur LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ÁN ENDURGJALDS Erindi flutt á vegum Lögfræðingafélags íslands hinn 3. maí 1973 (lítillega endurskoðað). Svo sem kunnugt er, hefur starfsemi lögfræðinga og þjónusta þeirra við almenning verið mjög til umræðu á hinum Norðurlöndunum und- anfarin ár, og eru þar mikið ræddar hugmyndir um „fri retshjælp", sem ég hef reynt að þýða með lögfræðiaðstoð án endurgjalds. Rétt er að geta þess, að hér er ekki um neinn háj úridiskan eða fræði- legan fyrirlestur að ræða, heldur fyrst og fremst vangaveltur um þá hlið lögfræðiþjónustunnar, sem að almenningi snýr. Það er von mín, að þær megi verða til þess að vekja frekari umræður innan lögfræði- stéttarinnar um mál það, sem hér um ræðir. í stórum dráttum er efnisskiptingin þannig, að fyrst er gerð grein fyrir þörf almennings fyrir lögfræðiaðstoð og auknum samskiptum við lögfræðinga. Síðan er reifað, hvernig þeim málum er háttað í dag, en rétt er að geta þess, að ekki liggja fyrir neinar rannsóknir eða tölu- legar upplýsingar á þessu sviði, og verður því að nægja að lýsa ástand- inu, eins og það kemur greinarhöfundi fyrir sjónir. Loks er bent á leiðir til úrbóta og gerð í stuttu máli grein fyrir lögfræðiaðstoð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Hvað er lögfræðiaðstoð? Áður en lengra er haldið, er rétt að gera lítillega grein fyrir því, hvað felst í hugtakinu lögfræðiaðstoð. 1 stuttu máli má segja, að lögfræðiaðstoð sé sú aðstoð, sem einstakl- ingur, hópur eða félag fær frá öðrum við að leysa iögfræðileg vandamál. Gildi slíkrar skilgreiningar er að sjálfsögðu takmarkað, þar sem ósvar- að er þeirri spurningu, hvað felst í hugtakinu lögfræðilegt vandamál. Skipta má vandamálum þeim, sem af lögfræðilegum toga eru spunnin, í þrjá flokka: 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.