Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1975, Page 21
umdæmum, né munar á drykkjuháttum manna á þessum stöðum, að dreifingu sýna eftir alkóhólþéttni var líkt farið. Einungis í þeim flokki sýna, þar sem þéttni alkóhóls var 2,00%o og meiri, mátti greina umtals- verðan mun milli embætta. Hér kemur þó til, að um það bil helmingur þessara sýna (samtals voru í þessum flokki 496 sýni eða tæplega fjórð- ungur allra sýna í safninu) var úr Reykjavík, svo sem búast mátti við. Munur á hundraðstölum milli annarra embætta er því reistur á til- tölulega fáum sýnum og þannig vafasamt, hvort marka megi. Rétt er þó að benda á í þessu sambandi, að í þessum flokki voru eigi færri en 33 af 119 sýnum úr Kópavogi og 30 af 97 sýnum úr Árnessýslu, (tafla 1 og texti). Fjöldi sýna, er tekin voru úr ökumönnum og farþegum, var mjög breytilegur eftir mánuðum, svo sem sjá má á mynd 5. Erfitt er að átta sig á, hvort eða að hve miklu leyti þessar sveiflur standa í sambandi við sveiflur í sölu benzíns, áfengis eða annað. Höfundar þessarar grein- ar telja hins vegar, að fæð sýna þrjá fyrstu mánuði ársins 1974 megi öðru fremur setja í samband við verkfall þjóna, er þá stóð yfir. I 25. gr. umferðarlága er ráð fyrir því gert, að taka megi þvag frá mönnum, sem grunaðir eru um brot á ákvæðum laganna. Vera má, að tæknilegir örðugleikar við töku þvagsýna valdi því, að lögregluyfir- völd senda ekki þvagsýni úr mönnum til ákvörðunar á alkóhóli. Hitt er þó staðreynd, að ákvörðun alkóhóls í þvagi og blóði samtímis getur á stundum veitt veigamiklar upplýsingar, er eigi má fá með því að ákvarða alkóhól annaðhvort í blóði eða í þvagi. Ekki á þetta síst við, þegar magn alkóhóls í þvagi er verulega meira en í blóði. Við athugun á magni alkóhóls í blóði og þvagi úr ákveðnum fjölda réttarefnafræðilegra dauðsfalla á árinu 1974 (blóð: 45 tilfelli; þvag: 43 tilfelli) kom í ljós, að hlutfallið þvag/blóð var að meðaltali 1,31. Var þéttni alkóhóls í þvagi meiri í 37 tilfellum en minni í 6 tilfellum. 1 engu fyrrgreindra tilfella virtist hafa verið um að ræða töku annarra lyfja eða efna en alkóhóls. Athyglisverður munur á þéttni alkóhóls í blóði og þvagi var í nokkrum tilfellum. I einu tilfelli var þéttni í blóði 0,32%o og í þvagi 1,10%0, en í öðru tilfelli var magn alkóhóls í blóði 0%o og l,50%o í þvagi. Er því augljóst, að ákvörðun á alkóhóli í þvagi veitir í slíkum tilvikum ómetanlegar upplýsingar um það magn etanóls, er ver- ið hafði í blóði nokkrum klukkustundum áður en sýni voru tekin. Þykir höfundum þessarar greinar þannig miður farið, að lögregluyfirvöld virðast gleyma þvagsýnum með öllu, þegar um brot á umferðarlögum er að ræða. Yfirleitt er talið, að þéttni etanóls sé sem næst þriðjungi meiri í 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.