Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 22
eingreiðsla. Margir tjónþolar eyða eingreiðslunni á skömmum tíma á óskynsamlégan hátt. Eingreiðsla hefur hins vegar ýmsa kosti fram yfir lífeyrisformið. Sagt er að tjónþolar sjálfir kjósi yfirleitt eingi-eiðslu frekar en lífeyri. Sá, sem bætur á að greiða, hefur oft mikla hagsmuni af því að ljúka bótamálinu í eitt skipti fyrir öll. Eingreiðsla veitir mönnum betra tækifæri til að ráðstafa bótunum á hagkvæman hátt. Skynsamir menn verja skaðabótum til þess að koma undir sig fótunum á nýjum vett- vangi t.d. með því að kaupa fasteign, atvinnurekstur eða með því að afla sér menntunar. Kostnaður við lífeyriskerfi er mikill, en enginn kostnaður fellur á, eftir að eingreiðsla hefur vei’ið innt af hendi. Séu bætur greiddar sem lífeyrir, þarf að gera sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja tjónþola gegn rýrnun á raungildi peninga, en það getur verið erfiðleikum bundið eða jafnvel ókleift. Síðast en ekki síst skal nefnt, að lífeyrisformið er talið geta dregið úr starfslöngun manna eða valdið bótasýki. Eingreiðsla getur haft óbein lækningaáhrif. Sá, sem bæturnar fær, hugsar minna um atvik það, er stofnaði bótarétt (slys eða ástvinamissi). Hann veit, að hann fær ekki meiri bætur, og að tekjur, sem hann aflar eftir slysið, draga ekki úr bótagreiðslum, eins og oft er, þegar búið er við lífeyriskerfi. Erfitt er að fella hlutlægan dóm um kosti og galla annars vegar lífeyrisgreiðslna og hins vegar greiðslu í eitt skipti fyrir öll, vegna þess að haldgóðar upplýsingar og samanburð skortir um, hvernig þessi greiðsluform hafa reynst í framkvæmd. 3.4. Bætur fyrir varanlegan miska og fleira Reglur norsku og sænsku skaðabótalaganna um miskabætur eru ekki sama efnis. Heimild norsku laganna til að dæma bætur fyrir það, sem kalla mætti tímabundinn miska (þjáningar o.fl.), er mjög þröng. Skilyrði fyrir slíkum bótum er, að tjónsatvikinu hafi verið valdið af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, sjá 1.5. hér að framan. 1 Svíþjóð er hins vegar heimilt að dæma bætur fyrir tímabundinn miska (þján- ingar og óþægindi) vegna líkamsspjalla, án tillits til þess á hverri skaðabótareglu bótaskylda er reist, sjá 2.2. hér á undan. Bæði lögin hafa sérstakar reglur um bætur fyrir varanlegan miska, „mein“ (,,men“). Auk þess er í sænsku lögunum kveðið á um bætur fyrir varanleg óþægindi (,,olágenheter“). Reglurnar um „men“ eru ekki eins í Noregi og Svíþjóð, þótt ýmislegt sé þeim sameiginlegt. Þessi nýju ákvæði tengjast svo reglunum um fjárhagslega örorku, að um þetta tvennt verður ekki fjallað óháð hvoru öðru. Svo sem fram 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.