Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Page 8
Séreign Grundvallarreglan um sjálfstæði maka hvað varðar sérforræði og sérskuldaábyrgð hefur það í för með sér, að hjón geta gert samninga sín á milli. Samkvæmt lögunum geta hjón samið svo með kaupmála, að eignir verði séreignir. Einnig er svo fyrirmælt, að þriðji maður (gefandi eða arfleiðandi) geti ákveðið, að gjöf eða arfur verði séreign viðtakanda. Séreignir geta einnig orðið til vegna fyrirmæla í öðrum lögum.0 Verð- mæti sem koma í stað séreigna verða einnig séreign, en arður af sér- eign verður hjúskapareign, nema öðruvísi sé ákveðið í kaupmála. Enginn munur er á séreign og hjúskapareign hvað varðar skulda- ábyrgðina. Hvort hjóna um sig ber ábyrgð á skuldum sínum með öll- um eignum sínum, hvort sem um er að ræða séreignir eða hjúskapar- eignir. Ekki gilda neinar takmarkanir á ráðstöfunarrétti maka yfir sér- eign sinni í Danmörku, Islandi og Noregi. Aðalmunurinn á séreign og hjúskapareign kemur fram við skipti, því að séreign er haldið utan skipta, og hinn makinn fær enga hlut- deild í séreignarfé við skilnað. Mismunandi reglur gilda um séreign skv. kaupmála í hinum ýmsu löndum. 1 Noregi var gerð breyting á lögunum árið 1937 á þann veg, að heimilað var sérstök gerð kaupmála (skilnaðarkaupmáli). Eftir þess- um reglum er hjónum heimilt að gera eign að séreign, en ákveða jafnframt, að séreign verði hjúskapareign við andlát annars hjóna. Samskonar breyting var gerð á Islandi með lögum nr. 10/1962. Slíkt ákvæði er ekki í lögum hinna landanna. Gjafir milli hjóna Þótt aðalreglan sé samningafrelsi milli hjóna, gilda þó sérreglur um gjafir milli hjóna. Slíkar gjafir hafa oft á sér óraunveruleikablæ, og hætta er á málamyndagerningum til að koma eignum undan aðför skuldheimtumanna. I Finnlandi eru gjafir milli hjóna bannaðar, nema um sé að ræða venjulegar tækifærisgjafir. Á hinum Norðurlöndunum er þess krafist, að kaupmáli sé gerður um gjafir milli hjóna, nema um venjulegar tækifærisgj afir, fram- færslutryggingar (Danmörk, ísland, Noregur) og yfirfærslu á helm- ingi tekjuafgangs annars hjóna til hins. 1 öllum lögunum eru settar sérstakar reglur til verndar skuldheimtumönnum. 122

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.