Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1981, Side 39
um sviðum skaðabótaréttar. Sem dæmi um slíkar reglur má nefna reglurnar um takmarkaða ábyrgð útgerðarmanns í IX. kafla siglinga- laga nr. 66/1963.3 Ymislegt mælir með því að beita meginreglu 49. gr. sigll., sbr. 2. mgr. 51. gr. sjóml. og 136. gr. loftferðal., þegar dæma skal um bóta- skyldu vegna tjóns, sem aðrir launþegar, en í ákvæðunum greinir, valda af gáleysi við störf sín. Skal hér aðeins bent á það, að margir launþegar, sem vinna við störf í landi, eru í þeirri aðstöðu að geta valdið gífurlega miklu eignatjóni eða slysi á mönnum af gáleysi, sem talið verður smávægilegt. Slys á sjó hafa ekki sömu sérstöðu og áður var. Aðstæður eru nú aðrar en í fábrotnu landbúnaðarþjóðfélági. Dæmi: Verkamaður veldur sprengingu í stóru iðjuveri eða eldsvoða í olíu- stöð. Ekki þarf þó svo stórkostlegt tjón til að færa rök að rýmkun lækkunarheimilda. Mörg vinnuslys verða rakin til gáleysis launþega, bæði á sjó og landi, svo og bifreiðarslys, sem starfsmaður bifreiðar- eiganda veldur í starfi sínu. Flugslys hafa reyndar enn nokkra sér- stöðu, en sú staðreynd dregur ekki úr því, að brýn þörf getur verið á að beita svipuðum velferðarsjónarmiðum á öðrum sviðum atvinnulífs. Virðist ekki síður þörf á lækkunarheimild vegna skaðaverka annarra launþega en núgildandi lagaákvæði taka til. Þrátt fyrir þessi rök og ýmis önnur, sem eigi er kostur að rekja hér, hefur það verið nokkuð almenn skoðun lögfræðinga í norrænum grannríkjum íslands, að lækkunarheimildir sjóréttarins og loftferða- laga væru sérákvæði, sem skýra verði þröngt.4 I Finnlandi, Noregi og Svíþjóð var og talið nauðsynlegt að setja almennar reglur, sem ná til launþega í öllum starfsgreinum, og svara þær í stórum dráttum til umræddra sérákvæða í íslenskum lögum. Ekki eru reglur þessar þó samhljóða í ríkjunum þrem, og hefur áður stuttléga verið gei’ð grein fyrir þeim í Tímariti lögfræðinga.5 Líklega munu Danir taka upp svipaðar reglur innan tíðar. Undanfarin ár hefur í Danmörku verið undirbúin lögfesting almennra skaðabótalaga, sem fela m.a. í sér lækkunarheimildir.6 3 Um rök fyrir reglunum um takmarkaða ábyrgð sjá ritgerð Þórðar Eyjólfssonar „Takmörkuð ábyrgð útgerðarmanns". Tímarit lögfræðinga 1969, bls. 87 o.áfr. 4 Sbr. t.d. A. Vinding Kruse. Erstatningsretten. 3. útg. Khöfn 1976, bls, 481, 5 Arnljótur Björnsson. Almenn skaðabótalög á Norðurlöndum. Tímarit lögfr. 1977, bls. 176-7, 180-2 og 184-9. 6 Sjá m,a. A. Vinding Kruse. Erstatningsretten. 3. útg. Khöfn 1976, bls. 488 o.áfr., Betænkning nr. 352 (1964) om arbejdsgiveres erstatningsansvar for ansattes skade- g0rende handlinger m.v., bls. 29-31, 39 og 45 og Betænkning nr. 829 (1978) om lempelse af erstatningsansvar m.v. 153

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.