Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Side 16
en hann sannfærist um, að staðhæfing sé sönnuð. Mismunandi skoðanir lögfræðinga um kröfur til sönnunar í einstökum málum geta orðið til þess að þeir túlka sama dóminn á ólíkan hátt, þannig kann t.d. einum lögfræðingi að þykjaað sönnunarbyrði hafi verið snúið við, en öðrum að staðreynd hafi verið nægilega sönnuð með óbeinni sönnun. Til dæmis um þetta má nefna HRD 1936 97 og HRD 1982 1192, D3 73. Atvik í síðarnefnda málinu voru þau, að skuttogarinn Framtíðin slitnaði frá bryggju á sumardegi og rak á vélskipið Helgu Guðmundsdóttur, sem lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Á þessum tíma mældist veðurhæð á Keflavíkurflugvelli suð- austan 7-8 vindstig. Glöggar upplýsingar komu ekki fram um, hve traustar festingar Framtíðarinnar voru. I dómi segir, að ekki sé sjáanlegt, að orsök árekstrarins hafi verið önnur en sú, að festingar Framtíðarinnar hafi ekki verið fullnægjandi til þess að mæta því veðri, sem skall á og búast mátti við. Einnig segir, að svo sem legustað skipsins var háttað. hafi hlotið að reyna meir2 á festingar þess en ella. Hafi ekki komið fram, að eftirlit hefði verið haft með skipinu eftir að veður versnaði, fyrr en í óefni var komið. Samkvæmt þessu var eigandi Framtíðarinnar dæmdur til greiðslu bóta fyrir skemmdir á hinu skipinu. Skýra má dóminn svo, að með óbeinni sönnun þyki sök af hálfu manna á Framtíðinni nægilega sönnuð (skipið illa bundið og/eða skortur á eftirliti með festingum þess), enda bendir allt, sem hér er komið fram, til sakar (yfirgnæfandi líkur fyrir sök). Líka má skýra dóminn þannig, að sök sé eigi talin nægilega sönnuð, en svo miklar líkur séu fyrir sök, að rétt sé að leggja sönnunarbyrðina á eiganda Framtíðarinnar. Fræðilega skiptir máli að greina á milli þessara tveggja leiða. Til samanburðar umræddum dómi skal nefndur dómur í HRD 1977 579, D2 78, en að honum var vikið í 3. kafla hér á undan. í því máli sótti bifreiðareigandi eigendur fjölbýlishúss eins um bætur vegna skemmda, er hlutust á bifreið af þakplötum, er fuku á bifreiðina í aftakaveðri (veðurhæð var 10-12 vindstig). Húseigendur voru sýknaðir vegna þess, að ekki þótti sannað, að tjónið yrði rakið til vansmíði á þaki hússins eða ónógs viðhalds þess. Hér er haldið fast við meginregluna um að sönnunarbyrði hvíli á tjónþola. Svo er einnig í HRD 1962 19, ÍD 272 og HRD 1962 605, ÍD 259, sem áður er nefndur. 5.5 „Res ipsa loquitur“ sönnunarreglan. Er til almenn íslensk sakariíkindaregla? Nefndir hafa verið nokkrir dómar, er varða sönnunarbyrði. Af þeim má fá nokkra vitneskju um kröfur þær, sem dómstólar gera til tjónþola um sönnun. Hins vegar veita dómarnir ekki algilt svar við spurningunni um, hvenær sönnunarbyrði megi eða skuli fella á hinn aðilann (stefnda) í skaðabótamálum. Það gera kenningar fræðimanna ekki heldur. I sumum ríkjum hefur allmikið verið stuðst við svokallaða „res ipsa loquitur" 14

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.