Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 27
skýringu stjórnarskrár um hin sérstaklegu málefni íslands frá 1874 má spyrja hvort fært sé að beita þeirri aðferð við stjórnarskrá Lýðveldisins Islands. Við túlkun hennar koma til skjalanna öll þau vandkvæði sem almennt eru talin vera á huglægri skýringu. Orðalagið í 61. gr. hennar getur rúmað frávikningu um stundarsakir, og leiði efnisrök til sömu niðurstöðu og hlutlæg skýring stjórnar- skrárákvæðisins duga söguleg rök skammt. Öllum er ljóst að dómari getur orðið svo veikur eða brotið svo af sér að ekki verði við annað unað en að hann láti þegar af starfi. Þess vegna verður að búa svo um hnúta að einhverjum sé rétt og skylt að taka í taumana. Stjórnarfari okkar er svo háttað að dómsmálaráðuneytið hlýtur fyrst og fremst að fara með þetta hlutverk, en því verður gegnt á fullnægjandi hátt með því að gera kröfu fyrir dómi um vikningu. Þessi skylda ráðuneytisins verður þannig ekki notuð til að leiða rök að því að valdið til að víkja dómara um stundarsakir verði að vera í höndum ráðherra fremur en afsetningarvaldið. Lausn um stundarsakir er að vísu í eðli sínu fremur stjórnsýsluákvörðun en sakarefni dómsmáls, en það er fullnaðarlausn einnig, þar sem hún staðfestir ekki beinlínis réttarstöðu heldur kveður á um breytta réttarstöðu. Hvort tveggja má þó, þrátt fyrir þessi eðlisrök, leggja til handhafa dómsvaids ef næg stjórnskipunarrök þykja liggja til þeirra afbrigða. Það hefur stjórnarskrárgjafinn og einmitt ákveðið um fullnaðarlausn með ótvíræðum hætti í 61. gr. stjórnarskrár lýðveldisins. Mikilvægt er og að hafa í huga að einkahagsmunir dómara hafa hverfandi þýðingu varðandi ákvæði stjórnarskrárinnar um sjálfstæði dómstólanna og að þau eru ekki sett með hag þeirra fyrir augum. Nú á dögum er og vafasamur hagur að því fyrir góðan lagamann að ríghalda í tekjurýrt dómaraembætti þegar nóg er að starfa fyrir góða greiðslu á öðrum vettvangi. Stjórnarskrárákvæðum eru þó ætlaðir lengri lífdagar en svo að þau verði miðuð við slíkt ástand, enda skipast skjótt veður í lofti. í ákvæðum stjórnarskráa um sjálfstæði dómstóla liggur megináherslan á því að dómendur eigi að geta leyst úr hverju máii eftir því sem þeir vita sannast og réttast og helst að lögum án þess að eiga yfir höfði sér alvarleg óþægindi sökum þess að afstaða þeirra fari í bága við vilja pólitískra valdhafa. Ákvæðin eru fyrst og fremst, eins og mannréttindaákvæðin, sett til verndar borgurunum gagnvart pólitískum valdhöfum og yfirvöldum. Ákvæðin, sem sett eru til að tryggja að dómari verði ekki að láta af störfum gegn vilja sínum og án lögmætra ástæðna, eiga að tryggja að yfirvöldin geti ekki haft áhrif á úrlausn einstakra mála með því að skipta um dómara í miðjum klíðum eða þegar að því dregur að mál eigi að koma til meðferðar sem yfirvöld vilja að leyst verði úr á tiltekinn veg.40 Með lausn dómara um stundarsakir er ekkert síður hægt að leika þennan leik en með 40 „Grundlovens § 73 ... hovedsagelig sigte til at stille AfgOrelsen af den enkelte Sag udenfor den ud0vende Magts Raaderum, ...“ Matzen: Den danske Statforfatningsret 3, s. 268. 105

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.