Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 62

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 62
Páll Skúlason: LAGABÓKMENNTIR Lagasafnið 1991 Dóms-og kirkjumálaráðuneytið Reykjavík 1991 Engin bók er hagnýtari þeim sem fæst við lög og lagaframkvæmd en Lagasafnið, sem út hefur komið í ýmsum myndurn allt frá því fyrir aldamót. Nú er komin út ný útgáfa þessa merka ritverks og verður hún gerð hér að umtalsefni. í formála segir að undirbúningurverksinshafi byrjað á árinu 1986, þ.e. 3 árum eftir að næsta lagasafn á undan kom út. Ekki er ólíklegt að stefnt hafi verið að því að koma lagasafni út 1989, á fimm ára afmæli hins gamla enda var Lagasafnið 1983 á tölvudiski og átti því að vera auðvelt að halda textanum réttum í takt við löggjöfina eins og hún var á hverjum tíma. Ef það hefur verið ætlunin, hefur einhver seinagangur orðið á framvindu málsins, því að það er ekki fyrr en í ágúst 1989 að sérstökum starfsmanni, Marteini Mássyni lögfræðingi, er falin umsjá verksins og lagasafnið kemur svo út eftir áramót 1992 eins og áður segir. Með Lagasafninu 1983 varð nokkur breyting á útgáfu og uppsetningu ritsins. Með bréfi Vilmundar Gylfasonar, þáverandi dómsmálaráðherra, var Laga- stofnun Háskóla íslands falið að annast útgáfuna. Mun sú stofnun hafa haft veg og vanda af verkinu, í nánu samráði við dómsmálaráðuneytið þó. Björn Þ. Guðmundsson, Friðrik Ólafsson og Ragnhildur Helgadóttir standa á titilblaði sem útgefendur verksins en Friðrik ritstýrði því yfir síðasta og erfiðasta hjallann. Sú breyting varð á efnismeðferð, að felldar voru niður tilvísanir í dóma en 140

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.