Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 68

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 68
6. Hinn 19. mars flutti dr. Gaukur Jörundsson framsögu um efnið „Störf umboðsmanns Alþingis“. Fundargestir voru 37. 7. Hinn 11. maí var haldinn hádegisverðarfundur. Þar flutti Jón Búi Guð- laugsson verkfræðingur framsögu um efnið „Tölvumál og upplýsingatækni sem sérstaklega varðar starfssvið sérfræðinga eins og lögfræðinga“. Fundargestir voru 23. Almennir fundir voru að venju haldnir í Lögbergi, nema aðventufundurinn, sem haldinn var í Kornhlöðunni í Lækjarbrekku, og fundurinn um störf umboðsmanns Alþingis, sem haldinn var í fundarsal Hótel Sögu. Aðalfundurinn var haldinn að Holiday Inn og hádegisverðarfundurinn var haldinn í Kornhlöð- unni. 8. Hið árlega málþing félagsins var haldið síðasta laugardaginn í september, hinn 28. september 1991, og stóð frá kl. 13.00 til 17.30, þegar léttar veitingar voru reiddarfram. Málþingið var haldið að Borgartúni 6 um efnið „ Framkvæmd aðskilnaðar dómsvalds og umboðsvalds í héraði“. Ari Edwald aðstoðarmaður dómsmálaráðherra ávarpaði þingið í fjarveru ráðherra, en fundarstjóri var Forsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri. Framsögumenn voru Markús Sigurbjörns- son prófessor, Þorleifur Pálsson skrifstofustjóri, Valtýr Sigurðsson borgarfó- geti, Rúnar Guðjónsson sýslumaður, Þorsteinn A. Jónsson deildarstjóri, Garð- ar Garðarsson hrl. og Björg Thorarensen lögfræðingur. Þátttaka sló öll met, en þátttakendur urðu alls 325. Skúli Guðmundsson varaformaður félagsins hafði sem áður forystu fyrir undirbúningsnefnd, sem í voru Dögg Pálsdóttir og Valtýr Sigurðsson. Markús Sigurbjörnsson prófessor var þeim til halds og trausts við undirbúninginn. Þegar á hólminn kom og hinn mikli fjöldi streymdi á staðinn var það örugg leiðsögn varaformanns yfir dugmiklu starfsfólki staðarins, sem kom því til leiðar að allir fengu sæti, en þá höfðu allir lausir stólar hússins verið bornir í sal. Þegar kom að hinum léttu veitingum í lokin tilkynnti fundarstjóri, að dómsmálaráðherra byði þingheimi þær veitingar sem fljótandi væru, og þökkuðu félagsmenn þessa rausnarlegu gjöf og hlýhug til félagsins. Bókaðir fundarmenn voru alls 615, að málþinginu meðtöldu. Að því frátöldu voru að meðaltali 41 á almennum félagsfundum. Stjórnin flytur þakkir ölllum þeim sem fluttu erindi á fundum félagsins og lögðu á sig vinnu í þágu félagsmanna og lögfræðinnar í landinu. Á fundum stjórnar hefur oft verið rætt um fyrirkomulag fundanna, stað, stund og fundarform. Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari hefur komið þeirri hug- mynd á framfæri að reyna mætti nýtt fundarform, til viðbótar hinu hefðbundna. Það væri á þá leið að tekið væri fyrir hitamál eða deilumál sem væri ofarlega á baugi, og deilt um það af fundarmönnum, sem komnir væru gagngert í því skyni að leggja orð í belg að loknu stuttu inngangserindi, fremur en að hlusta á 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.