Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 7
aðar í Tímariti lögfræðinga. Þá hafa verið kannaðar fundagerðarbækur félagsins frá fyrstu starfsárum þess.1 Hér er stiklað á stóru og eingöngu getið um nokkra meginþætti í þessari sögu. Hætt er við að ýmsir sem tekið hafa virkan þátt í starfsemi félagsins á liðnum árum sakni ítarlegri umfjöllunar um einstök atriði. Rækilegri úttekt á sögu félagsins bíður síðari tíma enda ekki annars að vænta, sé tekið mið af blómlegu starfi þess nú á tímum, en að það eigi langa lífdaga fyrir höndum. 2. AÐDRAGANDI AÐ STOFNUN LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Lögfræðingafélag íslands var stofnað 1. apríl 1958. Frumkvæði að stofnun þess áttu fyrst og fremst prófessorar við lagadeild Háskóla íslands, einkum þeir Ármann Snævarr og Theodór B. Líndal. Aðdragandinn var sá að innan þeirra raða kom fram það sjónarmið að æskilegt væri að stofna á íslandi heildarsamtök lög- fræðinga til viðbótar við þau félög lögfræðinga sem þá voru starfandi í landinu, en mikilvægust þeirra voru Lögmannafélag íslands og Félag héraðsdómara. Voru frumkvöðlar að stofnun félagsins ekki í vafa um að slíkt félag hefði margvíslegu og mikilvægu hlutverki að gegna. Varð úr að sett var saman undirbúningsnefnd, að frumkvæði þeirra manna sem fyrr eru nefndir, til að vinna að þessu máli. í und- irbúningsnefndinni áttu sæti fulltrúar mismunandi starfshópa innan lögfræðinga- stéttarinnar, sem var í samræmi við þá hugmynd er lá að baki að stofnun félagsins, að það yrði vettvangur fyrir alla lögfræðinga í landinu. Þessir menn sátu í undir- búningsnefndinni: Armann Snævarr prófessor (síðar rektor Háskóla íslands og hæstaréttardómari), Theodór B. Líndal prófessor, Ólafur Jóhannesson prófessor (síðar forsætisráðherra), Ami Tryggvason hæstaréttardómari (síðar sendiherra), Einar Amalds þáverandi borgardómari (síðar hæstaréttardómari), Einar Bjamason ríkisendurskoðandi (síðar prófessor) og Guðmundur Ingvi Sigurðsson, þá saka- dómsfulltrúi (nú hæstaréttarlögmaður).2 Undirbúningsnefndin gekk rösklega til verks, samdi drög að fyrstu lögum félagsins og boðaði síðan til stofnfundar sem haldinn var í I. kennslustofu Háskóla Islands þann 1. apríl 1958. Á fundinn vom mættir all margir lögfræðingar og samþykktu þeir allir einu hljóði stofnun fé- lagsins. Jafnframt var þá kjörin fyrsta stjóm félagsins en í henni áttu sæti þeir sömu og sátu í undirbúningsnefndinni.3 Þess er er rétt að geta að áður hafði verið gerð tilraun til að stofna heildar- samtök íslenskra lögfræðinga í samvinnu við hagfræðinga.4 Á áranum 1922- 1 Fundagerðarbækur félagsins frá upphafi og til ársins 1981 eru varðveittar á Þjóðskjalasafni. Þjóð- skjalasafn E. 75. 2 Armann Snævarr: „Við stofnun Lögfræðingafélags íslands hinn 1. aprfl 1958“. Tímarit lög- fræðinga 1958, bls. 29-35. Sjá ennfremur fundargerð stofnfundar frá 1. apríl 1998. Þjóðskjalasafn E. 75. 3 Fundargerð stofnfundar. Þjóðskjalasafn E. 75. 4 Um stofnun og starfsemi Lögfræðinga- og hagfræðingafélags íslands sjá Arnljót Björnsson: „Lögfræðinga- og hagfræðingafélag íslands 1919-1925“. Tímarit lögfræðinga 1986, bls. 205-206. Sjá ennfremur Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. „Inngangur". I. ár, I. hefti, bls. 1-2. 259
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.