Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 44
þegar Jónsbók var samin þá gæti Grágásar svo mjög að segja megi að hún sé í aðalatriðum heimild Jónsbókar. Þeir sem Jónsbók sömdu hafi verið gagnkunn- ugir Grágás. Það sé hins vegar með ólíkum hætti hversu nákvæmlega henni sé fylgt. Stundum séu ákvæði tekin upp orðrétt, oftar séu einhverjar efnisbreyting- ar og einnig beri við að orðalag sé svipað sem bendi þá til að ákvæðið sé sniðið eftir Grágás eða hafi orðið tilefni þess að ákvæði væri tekið upp í Jónsbók. Vafamál sé þá hvort telja eigi Grágás heimild Jónsbókar þegar þannig stendur á. Þessir staðir sýni þó að Grágás hefur verið höfð til hliðsjónar. Þær efnisbreyt- ingar sem gerðar hafi verið lúti einkum að samræmingu við önnur ákvæði, svo sem refsiréttar- og réttarfarsákvæði; aðrar breytingar hafi ekki verið nauðsyn- legar til samræmingar, til dæmis að tvö hundruð tólfræðra faðma komi í stað örskotshelgi; loks sé skipt um heiti á réttarhugtökum, til dæmis að í stað orðsins lýritti sé notað lögfesta.61 Þegar til skoðunar kemur hvað ráða megi af samanburði þeim sem Ólafur Lárusson gerir um handrit það af Grágás sem notað hafi verið við samningu Jónsbókar verður fyrst fyrir að athuga hvort annað tveggja handritanna, Kon- ungsbók eða Staðarhólsbók, hafi verið notað. Niðurstaða hans er að hvorug þessara bóka hafi verið notuð. Um Konungsbók megi hafa það til marks að fjöl- mörg ákvæði séu tekin í Jónsbók úr Grágás sem vanti í Konungsbók. Auk þess megi segja að Jónsbók líkist Staðarhólsbók oftar meira en Konungsbók þar sent ákvæði í henni standi í báðum bókunum. Hins vegar sé einnig ljóst að Staðar- hólsbók hafi ekki heldur verið notuð. Akvæði séu í Jónsbók sem séu ekki í Staðarhólsbók. Þar sem ákvæði séu tekin upp í Jónsbók sem bæði standi í Kon- ungsbók og Staðarhólsbók sé það stundum svo að texti Jónsbókar líkist Kon- ungsbók meira en Staðarhólsbók.62 Olafur Lárusson vekur athygli á því að í Jónsbók hafa engin ákvæði verið tekin sem aðeins finnist nú í Þingskapaþætti, Baugatali, Lögsögumannsþætti eða Lögréttuþætti. Þar sem vísað sé til Þingskapaþáttar og Baugatals í heimilda- yfirlitinu í Jónsbókarútgáfu Ólafs Halldórssonar séu þau ákvæði einnig í öðrum þáttum Grágásar. Næst lægi að álíta að þessa fjóra þætti: Þingskapaþátt, Bauga- tal, Lögsögumannsþátt og Lögréttuþátt hafi vantað í handritið sem höfundar Jónsbókar hafi notað, þ.e.a.s. sömu þætti og nú vanti í Staðarhólsbók. Óvíst sé þó að svo hafi verið. Það stafi ef til vill af breytingum á stjómarfari og réttarfari að þessir þættir hafi ekki verið notaðir og Baugatal verið úrelt. í handritinu hafi verið Kristinna laga þáttur, Arfaþáttur, Ómagabálkur, Festaþáttur, Um fjár- leigur, Vígslóði og Landabrigðisþáttur. Hafi ákvæði úr öllum þessum þáttum verið tekin upp í Jónsbók; Landabrigðisþáttur notaður mest, en Kristinna laga þáttur einungis lítið. Rannsóknaþáttur hafi verið í handritinu, þó til muna ýtarlegri en nú sé í Konungsbók og handritsbroti því sem auðkennt er AM 315c fol. Er það elzta brot sem til er úr Grágás. Þá hefur í handritinu verið kafli um 61 Sama rit, bls. 45-67. 62 Sama rit, bls. 69-71. 296
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.