Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1999, Side 30

Ægir - 01.03.1999, Side 30
Á netaverkstæði Seifs er verið að setja upp troll fyrir veiðar á Flœmska hattinum. Nótaefni frá Asíu að ryðja sér til rúms Guðmundur Sveinsson við nóta- saumavélina. Nótasaumavél vinnur á við 10 menn „Ég fékk fyrir níu árum fyrstu nótasaumavélina sem kom til lands- ins og hún vinnur á við 10 menn. En það er rétt að við mörg handtökin í netagerðinni verður ekki auðveldlega við komið vélrænni tækni,“ segir Guðmundur Sveinsson, eigandi Netagerðar Guðmundar Sveinssonar í Reykjavík. Guðmundur hefur unnið við netagerð hátt í fimm áratugi - lærði á sínum tíma til hennar á Siglufirði þegar síldarnæturnar voru alls ráð- andi. I dag er þjónustan við nóta- skipin ráðandi í starfseminni hjá Guðmundi og hann notar eingöngu efni í næturnar frá framleiðendum í Noregi sem hann segir fyrsta flokks. „Ég vil frekar nota norska efnið vegna þess að ég tel ekkert annað jafn sterkt. Jafnvel þó að það sé dýr- ara þá kemur á móti að sjaldnar þarf að skipta um og þetta þarf að taka með í reikninginn," segir Guð- mundur. Netaverkstæðum í Reykavík hef- ur farið fækkandi og það segir Guð- mundur stafa fyrst og fremst af því að færri nótaskip landi þar afia sín- um en áður. Til að mynda hafi að- eins eitt skip haft Reykjavík sem fasta löndunarhöfn nú á loðnuver- tíðinni. W^etta eru skyldir JT þœttir en saint ólíkir. Við getum sagt að við rekum eina al- liliða netaverkstœðið sem eftir er í Reykja- vík, efvið undanskilj- um Hampiðjuna," segir Rafn Haralds- ^afn Haraldsson soti, framkvcemda- 1,1 a SL'fL^'f stjóri Seifs ehf. í Reykjavík en Seifur liefur að meginstarfsemi útflutning á fiskafurðum og innflutning á veiðar- fœrabúnaði og í tengslum við þann Jtátt rekur fyrirtœkið fullkomið neta- verkstœði. Seifur var stofnað fyrir réttuin 30 árum. Rafn segir að efni til nótauppsetn- inga og -viðgerða komi fyrst og fremst frá Asíulöndum en ekki Noregi, eins og var áður. Hann segir norska efnið mun dýrara en efnið frá Asíu. „Verðmunurinn getur verið hátt í helmingur og munar um minna þegar uppsett nót kostar á bilinu 20-35 millj- ónir króna." Margar útgerðir nótaskipa þurfa á að halda bæði grunn- og djúpnót fyrir loðnuveiðarnar og síðan síldarnót til viðbótar. Miðað við verð á nýjum nót- um er ekki óraunhæft að áætla að þær geti kostað á bilinu 50-70 milljónir króna. „Jú, vissulega eru gríðarlegir fjár- munir bundnir í veiðarfærum hjá þessum útgerðum en góð veiðarfæri skipta líka miklu máli." Netaverkstæði Seifs hefur haft mikil verkefni undanfarin ár í uppsetningu og viðhaldi á rækjutrollum, bæði vegna veiða hér á heimamiðum sem og á Flæmska hattinum. Einnig hafa verið talsverð verkefni í fiskitrollum og snurvoðum. „Við vorum t.d. að ljúka við tvö troll fyrir togarann Hersi sem farið verður með á Flæmingjagrunnið. Við fylgjum því útgerðunum í þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur," segir Rafn Haraldsson hjá Seifi ehf. 30 MIU

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.