Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 37

Ægir - 01.03.1999, Blaðsíða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEQI Jón Einar segir að I Noregi, þar sem hann þekkir best til, versli útgerðirnar eingöngu við netagerðirnar; þær versli í meira mæli beint við framleiðendur og selji útgerðunum allt sem þær þurfa til veiðarfæra. Flottrollin koma meira við sögu Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. er í samstarfi við Selstad AS í Noregi, sem er stór framleiðandi veiðarfæra. Meðal annars er um að ræða flottroll sem hafa reynst mjög vel og náð sterkri stöðu á íslenska markaðnum. Jón Einar segir að þetta sé gott samstarf. Norð- mennirnir setja upp trollin en þeir hjá netagerðinni setja upp poka og þjón- usta trollin að öðru leyti. „Þetta skapar talsverða vinnu þó svo að trollin séu flutt inn tilbúin. Undan- farin ár hafa veiðar með flottroll farið vaxandi. Síld, loðna og kolmunni eru þær tegundir sem veiðast í flottroll og ég held að framhald verði á þessum veiðum. Hins vegar eru kolmunnaveið- arnar óskrifað blað, við vitum ekki hvernig þær eiga eftir að verða. Við veiddum mikið á síðasta ári en það er ekki víst að veiðin verði sú sama á næstu árum. Einnig er óvíst hvernig skipting kvóta á kolmunnanum verð- ur, en ljóst að kvóti verður settur á kolmunnann innan fárra ára. Kolmunnaveiðar fara alfarið fram í flottroll og það þýðir auðvitað aukin umsvif í þessum geira. Það er hagstætt að veiða í flottroll þau eru tiltölulega ódýr miðað við afkastagetu. Flottroll kostar 4 til 5 milljónir króna en loðnunót 25-30 milljónir." Jón Einar segist ekki vera sammála því að síldveiðar í flottroll séu eitthvað verri en veiðar í nót. „Að sjálfsögðu geta veiðar í flottroll haft áhrif á fiskistofna á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum en ég hef ekki trú á að það verði til þess að stofn- arnir hverfi. Þær rannsóknir sem gerð- ar hafa verið benda ekki til þess að mikið af fiski smjúgi og drepist. Margar þjóðir hér í kringum okkur veiða mun meira með flottroll en við og ég sé ekki af hverju við getum ekki tileinkað okk- ur þetta veiðafæri líka. En ég held samt sem áður að flottrollin munu ekki taka yfir hjá okkur við munum áfram veiða mikið með nót." - Að lokum Jón Einar, ertu bjartsýnn á framtíðina? „Já, ég hef ekki neina ástæðu til annars. Staða þessa fyrirtækis er mjög góð. Það hefur verið vaxandi síðustu árin en til þess að takast á við nýja tíma þurfa fyrirtæki að stækka. Við þurfum í samtökum veiðarfæragerða að fá meiri viðurkenningu á störfum okkar, sem lögvernduð iðngrein með faglærðu fólki," sagði netagerðarmeist- arinn og sjávarútvegsfræðingurinn Jón Einar Marteinsson. Á sínum tíma kenndu Norðmenn Jónasi Valdórssyni, brautryðjanda 1966 var 5200 fermetra húsnceði tekið í notkun hjá Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar og fyrir tveimur árum var byggt við og tekin í notkun ný bryggja þar sem öll stœrstu nótaskip landins geta lagst að. netagerðar á Norðfirði handtökin en þótt langt sé um liðið síðan þá koma Norðmenn enn við sögu netagerðar á Norðfirði. Nú er það Jón Einar Mart- einsson sem heldur um stjórnvölinn, með íslenska og norska þekkingu. Upphaf veiðafæragerðar á Norðfirði Fyrsti maðurinn sem hafði það að atvinnu að sinna viðhaldi veiðarfæra og veiðarfæragerð á Norðfirði var Jónas Valdórsson frá Hrúteyri í Reyðarfirði. Á uppvaxtarárum Jónasar á Hrúteyri voru Norðmenn búsettir þar og lögðu þeir stund á veiðar, m.a. í net og landnætur. Snemma fór Jónas að aðstoða við gerð og viðhald veiðarfæranna og öðlaðist snemma ágæta kunnáttu á því sviði. Jónas fluttist til Norðfjarðar árið 1930 og kvæntist þar. Þcgar Jónas flutti til Norðfjarðar var lítil þörf fyrir mann með þekkingu á netum og nótum. Þá sóttu Norðfirðingar sjó með hefðbundnum hætti og veiðarfærin voru nær eingöngu lína og handfæri. En skjótt skipast veður í lofti. Árið 1931 stofnuðu norðfirskir útgerðarmenn með sér félag til að annast sölu og útflutning á saltfiski og upp úr því hófu þrír Norðfjarðarbátar dragnótaveiðar. í kjölfar þess að tveir af nýsköpunartogurunum voru keyptir til Neskaupstað- ar var stofnuð „netahnýtingarstöð" og var markmiðið að láta hnýta botnvörpur togaranna í stöðinni og láta allar viðgerðir á veiðarfærum þeirra fara fram þar. Tók Jónas Valdórsson að sér veita fyrirtækinu forstöðu og hætti eigin rekstri. í ársbyrjun 1947 fór Jónas til Reykjavíkur til að læra uppsetningu á botnvörpum í Hampiðjunni. Með Jónasi fór ungur maður sem hafði hafið nám f netagerð skömmu áður. Þessi ungi maður var Friðrik Vilhjálmsson, mágur Jónasar, og átti hann eftir að koma mikið við sögu netagerðar í Neskaupstað og víðar. Friðrik lauk námi sínu árið 1956 en aflaði sér næstu árin mikillar þekkingar í faginu. Árið 1957 fór Friðrik til Siglufjarðar og setti þar upp eina fyrstu síldarnótina á landinu sem gerð var úr nælonefni. Um þetta leyti var síld byrjuð að veiðast út af Austfjörðum og þótti bagalegt hvað veiðafæraþjónusta var slök á flestum stöðum hér eystra. (Smári Geirsson, Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1986) M3M 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.