Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1999, Page 37

Ægir - 01.03.1999, Page 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEQI Jón Einar segir að I Noregi, þar sem hann þekkir best til, versli útgerðirnar eingöngu við netagerðirnar; þær versli í meira mæli beint við framleiðendur og selji útgerðunum allt sem þær þurfa til veiðarfæra. Flottrollin koma meira við sögu Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf. er í samstarfi við Selstad AS í Noregi, sem er stór framleiðandi veiðarfæra. Meðal annars er um að ræða flottroll sem hafa reynst mjög vel og náð sterkri stöðu á íslenska markaðnum. Jón Einar segir að þetta sé gott samstarf. Norð- mennirnir setja upp trollin en þeir hjá netagerðinni setja upp poka og þjón- usta trollin að öðru leyti. „Þetta skapar talsverða vinnu þó svo að trollin séu flutt inn tilbúin. Undan- farin ár hafa veiðar með flottroll farið vaxandi. Síld, loðna og kolmunni eru þær tegundir sem veiðast í flottroll og ég held að framhald verði á þessum veiðum. Hins vegar eru kolmunnaveið- arnar óskrifað blað, við vitum ekki hvernig þær eiga eftir að verða. Við veiddum mikið á síðasta ári en það er ekki víst að veiðin verði sú sama á næstu árum. Einnig er óvíst hvernig skipting kvóta á kolmunnanum verð- ur, en ljóst að kvóti verður settur á kolmunnann innan fárra ára. Kolmunnaveiðar fara alfarið fram í flottroll og það þýðir auðvitað aukin umsvif í þessum geira. Það er hagstætt að veiða í flottroll þau eru tiltölulega ódýr miðað við afkastagetu. Flottroll kostar 4 til 5 milljónir króna en loðnunót 25-30 milljónir." Jón Einar segist ekki vera sammála því að síldveiðar í flottroll séu eitthvað verri en veiðar í nót. „Að sjálfsögðu geta veiðar í flottroll haft áhrif á fiskistofna á ákveðnum svæðum á ákveðnum tímum en ég hef ekki trú á að það verði til þess að stofn- arnir hverfi. Þær rannsóknir sem gerð- ar hafa verið benda ekki til þess að mikið af fiski smjúgi og drepist. Margar þjóðir hér í kringum okkur veiða mun meira með flottroll en við og ég sé ekki af hverju við getum ekki tileinkað okk- ur þetta veiðafæri líka. En ég held samt sem áður að flottrollin munu ekki taka yfir hjá okkur við munum áfram veiða mikið með nót." - Að lokum Jón Einar, ertu bjartsýnn á framtíðina? „Já, ég hef ekki neina ástæðu til annars. Staða þessa fyrirtækis er mjög góð. Það hefur verið vaxandi síðustu árin en til þess að takast á við nýja tíma þurfa fyrirtæki að stækka. Við þurfum í samtökum veiðarfæragerða að fá meiri viðurkenningu á störfum okkar, sem lögvernduð iðngrein með faglærðu fólki," sagði netagerðarmeist- arinn og sjávarútvegsfræðingurinn Jón Einar Marteinsson. Á sínum tíma kenndu Norðmenn Jónasi Valdórssyni, brautryðjanda 1966 var 5200 fermetra húsnceði tekið í notkun hjá Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar og fyrir tveimur árum var byggt við og tekin í notkun ný bryggja þar sem öll stœrstu nótaskip landins geta lagst að. netagerðar á Norðfirði handtökin en þótt langt sé um liðið síðan þá koma Norðmenn enn við sögu netagerðar á Norðfirði. Nú er það Jón Einar Mart- einsson sem heldur um stjórnvölinn, með íslenska og norska þekkingu. Upphaf veiðafæragerðar á Norðfirði Fyrsti maðurinn sem hafði það að atvinnu að sinna viðhaldi veiðarfæra og veiðarfæragerð á Norðfirði var Jónas Valdórsson frá Hrúteyri í Reyðarfirði. Á uppvaxtarárum Jónasar á Hrúteyri voru Norðmenn búsettir þar og lögðu þeir stund á veiðar, m.a. í net og landnætur. Snemma fór Jónas að aðstoða við gerð og viðhald veiðarfæranna og öðlaðist snemma ágæta kunnáttu á því sviði. Jónas fluttist til Norðfjarðar árið 1930 og kvæntist þar. Þcgar Jónas flutti til Norðfjarðar var lítil þörf fyrir mann með þekkingu á netum og nótum. Þá sóttu Norðfirðingar sjó með hefðbundnum hætti og veiðarfærin voru nær eingöngu lína og handfæri. En skjótt skipast veður í lofti. Árið 1931 stofnuðu norðfirskir útgerðarmenn með sér félag til að annast sölu og útflutning á saltfiski og upp úr því hófu þrír Norðfjarðarbátar dragnótaveiðar. í kjölfar þess að tveir af nýsköpunartogurunum voru keyptir til Neskaupstað- ar var stofnuð „netahnýtingarstöð" og var markmiðið að láta hnýta botnvörpur togaranna í stöðinni og láta allar viðgerðir á veiðarfærum þeirra fara fram þar. Tók Jónas Valdórsson að sér veita fyrirtækinu forstöðu og hætti eigin rekstri. í ársbyrjun 1947 fór Jónas til Reykjavíkur til að læra uppsetningu á botnvörpum í Hampiðjunni. Með Jónasi fór ungur maður sem hafði hafið nám f netagerð skömmu áður. Þessi ungi maður var Friðrik Vilhjálmsson, mágur Jónasar, og átti hann eftir að koma mikið við sögu netagerðar í Neskaupstað og víðar. Friðrik lauk námi sínu árið 1956 en aflaði sér næstu árin mikillar þekkingar í faginu. Árið 1957 fór Friðrik til Siglufjarðar og setti þar upp eina fyrstu síldarnótina á landinu sem gerð var úr nælonefni. Um þetta leyti var síld byrjuð að veiðast út af Austfjörðum og þótti bagalegt hvað veiðafæraþjónusta var slök á flestum stöðum hér eystra. (Smári Geirsson, Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1986) M3M 37

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.