Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1999, Side 31

Ægir - 01.03.1999, Side 31
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI r Islensk veiðarfæri hafa gjörbreyst á fáum árum - segirJón Holbergsson, netagerðarmeistari íHafnarfirði f±að er misjafnt hversu mikið lít- Jl gerðimar leggja upp úr veiðar- fœramálunum og á margatt hátt má líkja þessu við að fólk er misduglegt að þvo bílana sítta," segir Jón Hol- bergsson, framkvcemdastjóri og eig- andi Netagerðar Jóns Holbergssonar í Hafharfirði. Hann segir þennan árs- tíma þann annasamasta fyrir fyrir- tœkið en nú líður að því að bátaflot- inn skipti yfir á dragnót. Jón Holbergsson hefur lengi unnið við netagerð og í hans huga er ljóst að íslensk veiðarfæri hafa tekið miklum stakkaskiptum síðustu 10 árin. „Þau hafa gjörbreyst. Hafró og Hampiðjan hafa unnið vel saman að þróunarmálum og sú vinna hefur skapað okkur litlu körlunum svigrúm til að vera með og fá verkefni fyrir okkar getu. Ég nefni sem dæmi að- komu okkar að þróun á togveiðarfær- um fyrir humarveiðar. Annað þróunar- verkefni unnum við með Hampiðj- unni en þá var um að ræða svokallað Albatross-troll sem hefur skilað út- gerðarmönnum mjög góðum árangri við veiðar á utankvótategundum. Ég held að menn geri sér ekki nægilega góða grein fyrir hve mikil vinna liggur að baki breytingum og þróun á veiðar- færum. En við skulum hafa í huga að það má alltaf gera breytingar og gera betur," segir Jón. Kvótakerfið hefur haft merkjanleg áhrif fyrir netagerðina, líkt og flesta aðra hluti sem snerta sjávarútveginn. „Kvótinn hefur jafnað sveiflurnar en á árum áður voru menn í eilífu kapphlaupi um að ná sem mestu og sinntu lítið veiðarfæraþættinum sjálf- ir. Óhöppum með veiðarfæri hefur líka stórfækkað vegna þess að menn láta ekki veiðarfæri liggja í sjó eins og áður var gert," segir Jón Holbergsson, netagerðarmeistari. Auðbrekku 32, 200 Kópavogur Símar: 894 8400 854 8400 Fax: 554 4437 Heimas: 554 6002 MASTO vírasmyrjarinn þrýstir feitinni inn ívírinn og óhreinindum út úr honum um leið og eykur þannig endingu hans. IVERSEN vökvaþrýstimagnarar auka aflið í tjakknum, eftir þínum þörfum, uþþ í allt að 3000 bar. ÆGIR 31 > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > >

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.