Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1999, Side 32

Ægir - 01.03.1999, Side 32
Húsnœði Fjarðarnets á Seyðisfirði. Fjarðarnet á afmælisári Á næsta hausti fagnar Fjarðarnet á Seyðisfirði 15 ára afmæli og viðurkennir Jóhann Hansson, stjórnarformaður fyrirtækisins og einn eigenda, að þrátt fyrir ágæta stöðu fyrirtækisins í dag þá hafi skipst á skin og skúrir frá því það var stofnað. Hann segir það geta orðið fyrirtækinu mikil lyftistöng ef keypt yrði nótaveiðiskip til Seyðisfjarðar. „Við lenturn í greiðslustöðvun árið 1994 en höfum náð okkur á strik síðan þá. Við höfum yfir að ráða betra húsnæði en áður og það skiptir okkur miklu máli,“ segir Jóhann. Verkefni vantaði milli vertíða Lengi vel háði það fyrirtækinu að hafa ekki föst verkefni milli loðnu- og síldarvertíða en því betur hafi verkefnin smám saman aukist og alla jafna náist að brúa bilið. „Það skiptir máli að hafa nægilega marga rnenn til að ráða við verkefnin þegar þau koma upp, t.d. þegar skip þurfa á viðgerðum að halda vegna þess að veiðarfærin hafa rifnað. Við njótum þess auðvitað oft að hingað koma skip til löndunar hjá SR-Mjöli og sækja til okkar í viðgerðarþjónustu um leið.“ Tangi hf. á Vopnafirði sækir netagerðarþjónustu til Fjarðarnets og sömu leiðis segir Jóhann að fyrirtækið hafi unnið fyrir Samherja á Akureyri. Lfppsetning á nýrri nót fyrir Samherja stendur einmitt yfir hjá Fjarðarneti þessa dagana. Slíkt verkefni er hátt í tveggja mánaða vinna fyrir þá 10 menn sem starfa hjá Fjarðarneti og sýnir það vel hve atvinnuskapandi nótaútgerðin er. „Við erum lang mest í síldar- og loðnunótum en síðan önnumst við trollviðgerðum eftir þörfum, þá sérstaklega fyrir togarann Gullver hér á Seyðisfirði. En miðað við það sem við sjáum annars staðar þá er það netaverkstæðunum mikils virði að hafa á sama stað öflugar útgerðir nótaskipa," segir Jóhann. Togvinduframleiðsla Vélaverkstæðis Sigurðar: Aukin sókn á erlenda markaði „Við erum í ágætri sókn á erlenda markaði með framleiðslu okkar. Við fórum nú í fyrsta skipti á sjávarút- vegssýninguna í Glasgow og sýndum þar myndir af vindunum frá okkur og sama gerðum við á sjávarútvegs- sýningunni í Vigo á Spáni. Við höf- urn viðskiptavini í Portúgal og á Spáni og erum alls staðar að byggja á sömu framleiðslu og við erum að bjóða hér á heimamarkaði," segir Sigurður Stefánsson, framkvæmda- stjóri Vélaverkstæðis Sigurðar, sem um árabil hefur framleitt togvindur fyrir skip og báta. Vindur frá fyrirtækinu hafa farið um borð í skip hjá útgerðarfyrir- tækjum sem tengjast íslenskum út- gerðum, t.d. hjá hinu þýska fyrirtæki Samherjasamstæðunnar, DFFU. Sig- urður segir fyrirtæki sitt því njóta út- rásar íslenskra fyrirtækja á sjávarút- vegssviðinu. „Núna er verkefnastaða okkar óvenju góð og við sjáum ekki annað en svo verði næstu misserin. Við höfum verið að selja töluvert af vindum í dragnótabátana og síðan kapal-, flot- og togvindur í togarana, auk minni hjálparvinda," segir Sig-, urður. Hann segir samkeppnina fyrst og fremst við innflutning og mikil- vægt sé að standast vel verðsaman- burð. „Vindurnar eru orðnar mjög þró- aðar og breytast ekki stórvægilega frá einu ári til annars. Fyrst og fremst er um að ræða vindur í stærri skip og fyrir stærri veiðarfæri. Dærni um það eru 35 tonna vindur sem við höfum verið að setja niður í stóru togarana sem eru á úthafskarfaveið- um með Gloríutrollin." 32 mm

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.