Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Síða 46

Ægir - 01.03.1999, Síða 46
tmft Netagerð verður veiðarfæragerð Með véltækni nútímans hafa hnýtingarvélar tekið við af manns- höndinni við að hnýta net. Þetta þýðir að netin koma tilbúin í hendur netagerðarmanna og þeirra hlutverk er þá fyrst og fremst að sníða netin og í þau veiðarfæri sem verið er að framleiða hverju sinni. Einn neta- gerðarmeistarinn sem Ægir ræddi við orðaði það sem svo að nær væri að kalla netagerðarmenn „klæð- skera í veiðarfæragerð“ þvf að í raun væru þeir að klæðskerasauma til- búin efni í ákveðin form veiðarfæra, rétt eins og klæðskerar sníði til efni og saunti upp úr sniðunum flíkur. Nú stendur fyrir dyrum að breyta fagheiti netagerðarmanna þannig að til verði sveinar og meistarar í veið- arfæragerð í stað netagerðar. Þetta þykir gefa mun sannari rnynd af netagerðum nútímans. Kjartan B. Sigurðsson, smábátasjómaður í Bolungarvík: Ný segulnaglalína breytir línuveiðunum - segir sjálfvirku fœravindurnar hafa valdið byltingu 'My'jartau B. Sigurðsson, smábáta- J\sjómaður í Bolungarvík, sem ger- ir út smábátinn HlífíS 221, er ekki í vafa um að fyrir smábátasjómenn hafi sjálfvirku fœravindurnar valdið mestum straumhvörfum. Nú er komin á markaðinn ný segulnagla- lína sem hann segir valda byltingu fyrir þá sem eru á línuvéiðunum. „Nýja línan er þannig úr garði gerð að á henni er segulnagli og þar af leið- andi snýst taumurinn ekki upp á lín- una. Hún heldur þar af leiðandi betur fiski og sekkur betur. Nýja línan hefur sannað gildi sitt og í samanburði við gömlu línuna hefur sýnt sig að hún skilar hátt í helmingi meiri afla," segir Kjartan. Hann bætir við að framleið- endur línunnar hafi nú vart undan að framleiða upp í pantanir, svo mikil sé ásóknin. Fróðlegt er að fylgjast með beitutil- raunum en árið 1997 kom á markað- inn tilbúin ýsubeita, sem reyndist mjög vel. Aflinn var góður og menn áttu ekki von á öðru en sama yrði uppi á teningnum á síðasta sumri. Sú varð þó ekki raunin. „Þessi þróun virðist ekki komin lengra en svo að beitan getur mis- heppnast. Framleiðslan á síðasta sumri var greinilega mislukkuð því það fiskaðist hreinlega ekkert á beituna. Sumarið áður þýddi hins vegar ekkert að nota annað en tilbúnu beituna, en hún er að uppistöðu til eitthvert hakk sem fiskurinn sótti þá í," segir Kjartan. Tilbúna beitan kemur frá Noregi en Kjartan hefur trú á að beituframleiðsl- an verði að vera nær þeim miðum sem veitt er á til að hægt sé að laga hana að veiðum hverju sinni. Kjartan hefur þann háttinn á að vera á línuveiðum yfir vetrarmánuð- ina en skipta síðan yfir í færin á sumr- in. Hann vill ekki gera upp á milli veiðarfæra, segir þær hafa sína kosti og galla. „Það er alltaf gaman að vera á sjó á sumrin. Á vetrum þykir manni gott að geta verið fljótur að draga línuna og drífa sig síðan í land!" Kjartan segir að ekki sé hægt að horfa eingöngu á veiðarfærin sjálf þeg- ar rætt sé um þróunina. Samspil við annan búnað þurfi að vera gott og í því sambandi nefnir hann hina full- komnu staðsetningartækni og góð siglingatæki. Með tækjunum sé unnt að fylgjast nákvæmlega með línulögn og geyma í tölvu upplýsingar mörg ár aftur í tímann um lögn línunnar. Sama gildir um upplýsingar um færa- veiðar, hvar veitt var, hvert bátinn rak og svo framvegis. „í mínum huga er engin spurning að framþróunin hefur verið til góðs. Hún miðar öll að því að gera útgerð smábáta hagkvæmari og aflann meiri. Einn maður annar núna mörgum færarúllum en það hefði verið óhugs- andi í gamla daga að einn maður ann- aði meiru en einni rúllu," segir Kjartan B. Sigurðsson, smábátasjómaður í Bol- ungarvík. 46 Mm

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.