Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Síða 53

Ægir - 01.03.1999, Síða 53
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Varðskip - samanburður á kostum Hefðbundinn vélbúnaður: Rafskrúfa: Þungur og rúmfrekur Létt, þyngdardreifing Tvær aðalvélar Fjórar til fimm vélar Ljósavélar Engin sérstök ljósavél Stýri, bóg- hliðarskrúfa Azipod*-drif og bógskrúfa Mikið viðhald Öryggi í rekstri og viðhaldi Stofnkostnaður Hærri stofnkostnaður Mannfrekur Mannlaust vélarúm *Azipod eða sambærilegur búnaður. skrúfutitring, lágmarks hljóðmengun frá skipinu og ekki síst að rannsóknir skipsins séu samanburðarhæfar við rannsóknir annarra rannsóknaskipa. Flest seinni tíma rannsóknaskip eru hönnuð með það að leiðarljósi að raska sem minnst umhverfi sínu. Kafbátar sem búnir eru rafskrúfu eru annað dæmi um þann eiginleika skips að geta læðst að óvininum eða flúið hljóðlega út í öryggi hafdjúpsins. Fyrir ferjur á styttri vegalengdum er hagur af notkun rafskrúfa. Þar skiptir lofthæð í vélarúmum miklu máli vegna þess að farmurinn er bílar af öll- um gerðum og ná þarf mikilli lofthæð á bílaþilfari. Stýrihæfni skiptir ferjur miklu máli og eru margar þeirra búnar Azipod drifbúnaði. Þar er um að ræða rafknúnar skipskrúfur á lóðréttum ás sem hægt er að snúa í heilan hring og þær gera hliðarskrúfur óþarfar. Stærri farþegaskip eru einnig farin Azipod skrúfudrif. að nota rafskrúfu og dæmi um það er M/S. Paradise, rúmlega 70.000 brúttó- tonna lúxus farþegaskip með heima- höfn í Miami í Bandaríkjunum er búið tveimur 14 MW (20.000 hö) Azipod drifskrúfum. Skipið er það áttunda af þessari gerð og annað skipið í flokkn- um sem búið er Azipod drifi. Helstu kostir búnaðarins í M/S Paradise eru margir. Einfaldara fram- drifskerfi er minna að umfangi og þyngd. Stýrisblaðið er farið, betri elds- neytisnýting næst og olíusparnaður er 40 tonn á viku. Skrúfutitringur minnkar og hraðinn hefur aukist um hálfa sjómílu miðað við systurskipin. Þá svarar skip búið Azipod skrúfu- búnaði mun betur í stjórntökum en systurskip með hefðbundnum búnaði. Hér á landi er fyrirhugað að smíða nýtt varðskip. Sá sem þetta skrifar var þátttakandi í hönnun vélarúms fyrir álíka skip í Danmörku fyrir allmörgum árum. Hönnunarlengd þess skips var rúmir 85 metrar og var það búið afís- ingarbúnaði, þyrlupalli og lyftu, tveimur 7500 hestafla aðalvélum og andveltiuggum. Ganghraði skipsins var 20,5 hnútar og það var hannað fyrir siglingar í ís. Á þessum árum var tveggja véla skip í þessum flokki al- geng hönnun og aðrir möguleikar ekki í umræðunni. í dag er rafskrúfa kostur fyrir varð- skip sem vert er að skoða vel. Aflnotk- un varðskips er breytileg þannig að mjög sjaldan er keyrð full ferð og oft- ast er um að ræða ferðahraða sem er á bilinu 8-12 hnútar, eða að haldið er kyrru fyrir og andæft. Hefðbundinn búnaður er þungur og til að ná hent- ugri þyngdardreifingu þarf langa skrúfuása. Hagkvæmasti ganghraði er miðaður við bestu orkunýtniferla hvorrar vélar fyrir sig. Stórar vélar sem eru keyrðar á litiu álagi slitna fyrr en þær sem eru keyrðar á hagkvæmasta hraða. Sótmyndun og aukin losun gróðurhúsalofttegunda, s.s. C02 verð- ur óþarflega mikil. Stofnkostnaður er að vísu nokkuð hærri ef valinn er raf- knúin skrúfubúnaður í stað þess hefð- bunda, en rétt er að hafa í huga þann langa tíma sem skipið er í notkun. í dag er Týr, yngsta varðskip flotans, 24 ára, Ægir er rúmlega 30 ára og Óðinn er að nálgast fertugt. Ef nýtt varðskip- ið á að endast í 20 ár eða lengur þarf vélbúnaðurinn að vera sveigjanlegur og hann þarf að vera hægt að laga að nýrri tækni. Búnaðurinn þarf jafnframt að vera hagkvæmur í rekstri, jafnt í dag sem og ef horft er fram í tímann. Ef útgerð velur rafskrúfu fremur en hefðbundin búnað verður umfram- stofnkostnaður um 50 milljónir króna. Miðað er við 5% vexti að meðaltali á líftíma skipsins og að umframbúnaður- inn verði að fullu afskrifaður á 20 árum. Kostnaðurinn verður þá 330.000 á mánuði og jafngildir það sparnaðar- kröfu í olíunotkun um 24 tonn. Ef 15 ára afskriftaregla er notuð en aðrar for- sendur haldast óbreyttar verður sparn- aðarkrafan 28 tonn af eldsneyti á mán- uði. Rétt er að benda á að stofnkostnað- urinn er hér metinn á 50 milljónir en hann er líklegast lægri. Skipið verður eins umhverfisvænt „grænt" eins og tæknin leyfir. Önnur hagræðing er lík- leg, s.s færri menn í véiarúmi og minni viðhaldskostnaður sem ekki er reynt að meta hér til sparnaðar. Heimildir: Skipsrevyen, Óbirt-FÍ/Guðbergur Rúnarsson VGIR 53

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.