Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 6
Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Mikilvæg starfsemi hafna landsins Það er umhugsunarvert að þegar fjallað er um sjávar- útveg úti í hinum stóra heimi er það venjulega í sam- bandi við mengun, ofveiði, brottkast fisks, eyðilegg- ingu hafsbotnsins og fleira afþeim toga. Þegar fólk al- mennt hugsar um fiskveiðar hvarflar hugurinn að brotnum báti í olíumengaðri fjöru eða hafnarsvæði sem varla er hægt að fara um vegna slors og draslaraskapar. Hér á landi vitum við að raunveruleikinn er ekki svona. Við lifum í nálægð við þessa atvinnugrein. Við gerum okkur grein fyrir þeim ferli sem leiðir til þess að erlendir kaupendur geta keypt góðar og hollar sjáv- arafurðir. Við höfum betur hönd á púlsinum en flestar þjóðir. Samt er það svo að íslensk þjóð er smám saman að fjarlægjast sjávarútveginn og skilningur á eðli hans og þörfum er að minnka. Hér er þvf verk að vinna og vandséð að aðrir eigi að hafa frumkvæði að því en sjáv- arútvegurinn sjálfur. Upplýsingar og kynning er lausnarorðið en jafnframt er ljóst að að því verkefni þurfa margir að koma. Hafnir landsins, með Reykjavíkurhöfn í broddi fylk- ingar, hafa undanfarin ár verið að gera góða hluti, sem gagnast í þessu samhengi. Umgangur um hafnir hefur batnað mikið og starfsfólk hafnanna er orðið meðvitað um hve þeirra vinna er mikilvæg til þess að bæta ásýnd landsins og þeirra starfa sem unnin eru í tengslum við hafnirnar. Það er rétt að benda á Reykjavíkurhöfn sér- staklega, sem hefur með ýmsum ráðum náð tengslum við almenning í landinu. Höfnin hefur í samráði við samtök á svæðinu haft til sýnis lifandi fiska, haldið kynningar af ýmsu tagi í tengslum við Sjómannadag- inn og í samstarfi við ýmsar stofnanir, félög og fyrir- tæki. Þá er snyrtimennska orðin eitt af helstu einkenn- um Reykjavíkurhafnar. Það er ástæða til þess að fagna framtaki Reykjavíkurhafnar og annarra hafna í land- inu. Þeirra skerfur til þess að bæta ásýnd sjávarútvegs er mikilvægur. Hið sanna ástand heimsins Fiskifélagsútgáfan ehf. hefur gefið út bókina „Hið sanna ástand heimsins" eftir dr. Björn Lomborg. Ægir hefur að undanförnu birt nokkrar greinar eftir dr. Björn sem vakið hafa athygli. Það sama er hægt að segja um bókina. Dr. Björn greinir þær upplýsingar sem liggja fyrir um ástand í helstu málum er varða umhverfið. Hann rekur hvernig ástandið hefur þróast undanfarna áratugi og gerir grein fyrir líkum á því að hægt sé að bregðast við þeim vandamálum sem við okkur blasa á þessu sviði. í stuttu máli er niðurstaða dr. Björns sú að ástandið í umhverfismálum er betra en haldið hefur verið fram. Heimsendir er ekki í nánd. Ástandið er að batna og það er ástæða til þess að ætla að svo haldi áfram. Dr. Björn er hins vegar ekki að segja að allt sé í stakasta lagi og að við eigum að sofna á verðinum. Fjarri því. Hann leggur hins vegar áherslu á að við eigum að byggja ákvarðanir okkar á þeirri vitneskju sem er fyrir hendi en ekki á tilfinningalegum blekkingum um neyðarástand við næsta horn. Það væri eðlilegt að ætla að samstaða ríkti um slíka skoðun en í ljósi reynslunn- ar er þess vart að vænta. Ægir hvetur alla sem um um- hverfið vilja hugsa að lesa bók dr. Björns, sem bæði er hægt að nálgast hjá Fiskifélagi Islands og í helstu bókabúðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.