Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 48

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 48
SKIP ASTÓLLIN N Geir ÞH í Hafnarfjarðarhöfn. Skipið verður gert út á dragnót og net. fremst er stafnhylki fyrir sjó, þá íbúðir með ferskvatnstönkum í botni, fiskilest með þurrrými og frárennslis- og elds- neytistönkum í botni, vélarúm með tveimur hátönkum og aftast er stýrisvéla- rými. Fremst á aðalþilfari er kaðlageymsla, þá vistarverur og vinnsluþilfar. Fremst á efra þilfari eru öldubrjótur og akkerisspil, þá Ijósamastur sem jafnframt er neyðarupp- gangur úr íbúðum. Togspilin eru tvö fyr- ir framan brú. Þar er þilfarskrani og fremri fiskimóttaka, sem er áföst lestar- lúgu. Brúin er á reisn með andveltigeymi í holrýminu, ásamt loftræstibúnaði ofl. Sambyggt brúnni er skorsteinshús og á þaki brúar er mastur fyrir ratsjá og sigl- ingaljós. Aftan við brúnna er önnur fiski- móttaka, þilfarskrani og toggálgi með netatromlu. Aftast á efra þilfari er allstór lúga sem er opnuð þegar leggja á net. íbúðir I skipinu eru fbúðir og klefar fyrir allt að 9 manna áhöfn í eins og fjögurra manna klefum fremst í skipinu. Undir aðalþil- fari, fremst í skipinu, eru tveir fjögurra manna klefar en skipstjóraklefinn er bak- borðsmegin á aðalþilfari. Aftan við klefa skipstjóra eru salerni, sturta og þvotta- klefi, auk stakkageymslu. Stjórnborðs- megin eru eldhús og setustofa sem er sambyggð matsal. Matsalur er með glugga með útsýni aftur á vinnsluþilfar. Eldhús matssalur og klefar eru klædd Fibo þilplötum og parket er á gólfúm. Vistarverur eru einangraðar með steinull og hitaðar upp með miðstöðvarofnum. Brúin Brúin er nánast rétthyrnd, sambyggð skorsteinshúsinu og er á upphækkun (reisn). Stjórnborðsmegin er L-laga stjórnborð fýrir siglinga- og fiskileitar- tæki. Skipstjórastóllinn er frá NorSap. Bakborðsmegin í brúnni er kortaborð, sófi og stigi niður í stakkageymslu á milliþilfari. Frá brú er útgangur aftur á efra þilfar. Á brúarþaki er ratsjármastur, 2000 W ískastari frá Francis, segulátta- viti frá John Lilley & Gillie Ltd., tvö Gewiss 400 W vinnuljós framan á brú og tvö samskonar vinnuljós sem lýsa niður á þilfar. Á brúarþaki eru tveir 10 manna Víking gúmmíbjörgunarbátar í Sigmund sleppigálga. Milliþilfar Vinnsluþilfarið er rúmgott miðað við stærð bátsins og er um 14 metra langt. Fremst á vinnsluþilfari er vökvaknúin netalúga stjórnborðsmegin og dráttarspil fyrir net. Aftan við netalúgu er fiskimót- taka og aðgerðarborð með sex stöðvum, þvottakar og færibönd. Aftast á vinnslu- þilari er uppstilling fyrir net sem einnig nýtist á dragnótarveiðum sem nótar- geymsla. Lestin Lest skipsins er rúmgóð og nánast kassa- löguð. Hún nær frá bandi 14 að bandi 28 og er um 6,7 metrar að lengd, um 6,7 metrar að breidd og 2,5 metrar í lofthæð, um 140 rúmmetrar. Lestin er einangruð með polyurethan og klædd ryðfríu stáli. I lestinni er kælikerfi úr ryðfríu stáli. Til kælingar á afla er mjúkískerfi frá Brunn- um sem afkastar 10 tonnum af þurrís á sólarhring. Mjúkísvélin er aftast í bak- borðshorni lestarinnar. Fyrir lest eru tvær fiskilúgur og snúningsfæriband frá Ósey. Vélarúm og vélbúnaður Aðalvél Geirs er Catepillar 3412E DITA, 12 strokka með afgasblásara og eftirkælingu. Vélin er skráð 473,3 kW (643 hö) við 1800 sn/mín. Við vélina er Helstu tæki í brú o.fl. Stjórntæki fyrir aðalvél Ósey stjórntæki Aðvörun fyrir vélar Caterpillar Gíro áttaviti og sjálfstýring Robertson RGC 11 Radar JRC JMA 3800 með Arpa Logg, vegmælir C. Plath Siglingatölva MaxSea Staðarákvörðun (GPS) Simrad Shipmate CP 32-DGPS og plotter Plotter JRC Ploter MNU-800 Dýptarmælar Simrad ES 60, 50/200 Hz og 19" skjár Sónar Westmar HD 800-160 Veiðafærakerfi Seintech VHF-taLstöð Shipmate RS 8300 Að auki er í brú sjálfvirkur búnaður fyrir tilkynningaskyldu og neyðarhjálp frá STK RaCal, Vingtor 5 rása kallkerfi, Nokia NMT sími, stjórntæki og aðvörun fyrir aðalvél og togspil, brunakerfi frá Eltek, sjónvarp, útvarp og stjórn- og aðvörunartöflur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.