Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 35

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 35
TÆKNI vinurinn hefur og leitast þannig við að leysa þau vandamál sem til staðar eru í hverri atvinnugrein. Varan verður að fela í sér lausn. Þannig skapar hún sér klárt samkeppnisforskot. Islenskur sjávarútvegur býr sem betur fer svo vel að innan hans má finna mörg framleiðslu- og tæknifyrirtæki sem sífellt leita hagkvæmari leiða til að mæta þess- um þörfum viðskiptavinanna. IsoTækni er dæmi um eitt slíkt fyrir- tæki. Raftjakkurinn mætir klárlega þörf- um viðskiptavinanna um hreinlæti við matvælavinnslu og hráefnismeðferð. Hann leysir af hólmi vöru sem fram til þessa hefur verið talin eina lausnin við þessar aðstæður. Svo er ekki lengur. Markaðssókn framundan I dag er IsoTækni að hefja markvissa kynningu á raftjakknum hér á Islandi og fyrir liggja áform um markaðssókn er- lendis. Fyrirtækið er búið tölvustýrðum vélum til framleiðslu, alþjóðlegt einka- leyfi er nú til afgreiðslu af breskum fag- aðila, varan er tilbúin, hún hefur verið sannreynd og prófuð af framleiðanda. Erf- iðasta prófið var þó um borð í íslenskum togara, en sem fyrr segir hefur tjakkurinn sannað sig um borð í Baldvini Þorstein- syni hjá Samherja hf. Eða svo vísað sé í orð Heimis Tómassonar, yfirvélstjóra á Baldvini Þorsteinssyni; „Síðan við fengum þessa tjakka hefur stýringin á þessum lúgum verið óaðfinn- anleg. Vegna uppbyggingar tjakkanna þá halda þeir þeirri stöðu sem þeir eru settir í. Þeir stoppa undantekningalaust við skynjarana og það er hægt að treysta því að þeir haldi þeirri stöðu sem óskað er eft- ir. Við erum nú komnir með rafmagns- tjakka á öll körin undan flokkaranum (sem er frá Marel/innskot IsoTækni) og hafa þeir gengið óaðfinnanlega. Frágangurinn á þessum tjökkum virð- ist mjög góðir. Því þrátt fyrir að þeir séu notaðir við mjög slæm skilyrði, þ.e. við mikið sjósull og slabb hefur enginn þeirra bilað." Það er rétt að geta aðeins um ástæðu þess að Samherji ákvað að reyna raftjakk- ana, sem þá voru ekki þekktir á markaði. Með því sýndi Samherji að fyrirtækið er framsækið og í stöðugri leit að endurbót- um og nýjum leiðum til árangurs. Það er tilbúið að tileinka sér það besta á mark- aðnum hverju sinni. Samherji er með flokkara frá Marel um borð í Baldvini Þorsteinssyni og átti í vandræðum með að stýra lúgum undir flokkaranum. Vandamálið var að stýra hæfilegu magni af hráefni niður á færi- bandið undir flokkaranum. Vegna hættu á glussamengun vildi Samherji ekki nota hefðbundna glussatjakka til þessa verks og reyndi því við lofttjakka. Síðar voru skynjarar settir á bandið og þeir tengdir iðntölvu sem átti að tryggja jafna opnun á lúgum. En lofttjakkarnir stoppuðu ekki við skynjarana og einnig reyndist óná- kvæmni þeirra of mikil vegna fjaðurleika lofts. Þessi ónákvæmni varð þess vald- andi, að flök skemmdust þegar of mikið hráefni fór niður á færibandið. Vandamálið var augljóst og í leit sinni að varanlegri lausn, heyrði Samherji af IsoTækni og raftjakknum. Þar með var lausnin komin. Fyrirtækið Brimvör hfi, sem framleiðir forflokkara í rækjuvinnslu, hefur keypt yfir 100 raftjakka frá IsoTækni og eru forflokkarar fyrirtækisins nú alltaf seldir með raftjökkum sem staðalbúnaði. Þar er raftjakkarnir notaðir til að stilla flokkun- arvélina. Einn stærsti markaður Brimvarar fyrir þessa flokkara er í Noregi og má því segja að fyrstu skrefin í útflutningi á Iso- Tækni-raftjakknum hafi verið tekin. Þetta er þó aðeins upphafið og verður sótt af mun meiri krafti inn á Noregsmarkað og aðra markaði á næstu vikum og mán- uðum. Raftjakkurinn er, sem fyrr segir, vatns- þéttur og ryðfrír. Honum fylgir sérhann- að stjórnbox sem býður upp á ýmsa möguleika varðandi keyrslu á raftjökk- um. Raftjakkurinn er fáanlegur í mikilli Glussa- og raftjakkar hlið við hlið á lúgum Hér má greinilega sjá muninn á fyrirferðinni á tjökkunum. Raftjakkur á lúgu um borð i frystitogaranum Baldvin Þorsteinssyni EA. fjölbreytni hvað varðar færsluhraða og slaglengd. Hámarks lyftigeta í dag er 250 kg. en á teikniborðinu er nú raftjakkur með 1.500 kg. lyftigetu. Venjulega er notuð lágspenna, oftast 12 eða 24 volt, og þarf aðeins að leggja eina rafmagnssnúru að honum í stað röralagna með tilheyr- andi stjórnlokum. Möguleikar raftjakksins frá IsoTækni eru miklir, notkunarsviðið er mjög breitt og mótast í raun af þörfum og hug- myndaauðgi viðskiptavinanna, hug- myndin að vörunni gengur upp því hún mætir og þjónar svo augljósri og sífellt vaxandi þörf markaðarinns. Um það snýst málið. Raftjakkar í fiskvinnslu d landi og sjó IsoTækni IsoTækni ehf. Dalshrauni 9, 220 Hafnarfirði sími: 555-6200, fax: 555-6201 netfang: isotech@vortex.is 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.