Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 46

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 46
SKIPASTÓLLINN Myndir: Guðbergur Rúnarsson NY FISKIKIP Geir ÞH 150 Rétt eftir mánaðarmótin júni/júlí s.l. sjósetti Skipasmíðastöðin Ósey Geir ÞH, nýsmíði númer 8 frá stöðinni. Skipið er um 22 metra langt, 7 metra breitt og smíðað fyrir Geir ehf. á Þórshöfn. Geir ÞH er um 115 brúttórúmlestir að stærð og útbúinn til veiða með dragnót og net. Skipið kemur í stað 75 brúttórúmlesta skips frá árinu 1955, sem bar sama nafn og einkenni. Það var selt til Ólafsvíkur og ber nú nafnið Ólafur Jens- son SH. Hið nýja skip er hannað og teiknað hjá Skipa- og vélatækni í Keflavík, flokkað hjá Sigl- ingastofnun Islands og er eini stóri báturinn sem hefur verið smíðaður á Islandi um áratuga skeið. Skrokkur skipsins er einn af mörgum sem Ósey hefur flutt inn frá skipasmíðastöðinni Crist í Gdansk Póllandi. Verð skipsins samkvæmt samn- ingi er 94 milljónir króna, með öllum búnaði. Eigandi skipsins er útgerðarfélagið Geir hf. á Þórshöfn. Skipstjóri er Jónas Jóhannsson, stýri- maður Sigurður Kristinsson og Agnar Jónsson er vélstjóri. Almenn lýsing Geir ÞH er smíðaður úr stáli samkvæmt kröfum og undir eftirliti Siglingastofnunar Islands. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli, perustefni, þver- an skut og brú á reisn á afturskipi. Botn skipsins er tvöfaldur að vélarúmi. Bil milli banda á skrokk er 500 mm. Skipið er alhliða fiskiskip með áherslu á veiðar með dragnót og net. Undir aðalþilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm;

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.