Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 21

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 21
ERLEND Við óskum Samherja hf. til hamingu með Þorskurinn étur rækju í trollinu Samkvæmt Fiskaren gengur fiskifræð- ingum i Noregi iila að finna samhengi milli metins rækjuáts þorsks og sveiflna í rækjustofni. Rannsóknir sýndu mjög mikið rækjuát þorsks árið 1994 en þrátt fyrir það stækkaði rækju- stofninn. Það gæti bent til þess að innihald þorskmaga gefi ekki rétta mynd af þvi sem þorskurinn étur af rækju. Orsökin kynni verið sú að hann éti rækjuna meðan hann er í rannsókn- artrollinu. í Ijósi þess að mikill hluti rækjunnar hefur reynst ómeltur fengi sú skýring veL staðist. Flökun um borð arðbær Nokkrir norskir nýtísku línuveiðarar hafa í kyrrþey orðið „verksmiðjuskip", þ.e. afl- inn er flakaður um borð. Utgerðarmenn vilja ekki hafa hátt um þetta því þeir ótt- ast aðgerðir af hálfu hins opinbera. I norska blaðinu Fiskaren segir að þessi vinnsla hafi byrjað árið 1984 og nú stundi 4-5 af 100 línuveiðurum hana. I fyrstu var úrgangurinn notaður í eldis- fiskafóður en síðan féll verðið svo mikið að ekki borgaði sig lengur að hirða hann. Margir spáðu því að þessi vinnsla myndi hvorki borga sig fjárhagslega né reynast framkvæmanleg af ýmsum öðrum ástæðum. Spárnar rættust þó ekki og nú er fiskur, aðallega smáfiskur, flakaður um borð, en stærsti fiskurinn fer í salt og er unninn í landi. Utgerðarmenn línuveiðaranna segja að hið opinbera hafi alltaf unnið gegn þeim; þeir geti hvorki fengið sömu styrki og aðrir né lán til að koma upp vinnsluað- stöðu um borð. Gert hefur verið vinnslupláss í bátun- um Husby og Husby Senior þótt þeir séu ekki nema 40 og 42 metra langir. Vinnsi- an skapar tvö ný störf um borð. Öllum úrgangi, nema gellum, er hent vegna þess að fyrir hann fæst of lágt verð til þess að borgi sig að hirða hann. Husby bátarnir eru elstir þeirra báta þar sem aflinn er flakaður um borð. Hæsta kílóverð sem fengist hefur fyrir ýsuflök er tæpar 550 ISK. Þannig fá þess- ir bátar megnið af virðisauka aflans, sem landvinnslan hefúr annars fengið, bæði innan og utan Noregs. Eins og áður segir vilja útgerðarmenn ekki að hátt sé haft um þessa vinnslu. Þeir segja reynslu sína vera þá að vegna stjórnunaráráttu hins opinbera verði allt frá þeim tekið sem helst er hægt að hagnast. Skilaboð frá kaupendum eru skýr. Þeir telja flökin af bátunum þau bestu sem fáanleg eru. Fiskitegundir, sem helst eru flakaðar um borð, eru þorskur, ýsa, steinbítur, langa og keila. Icetech á íslandi hf. Lyngási 1,210 Garðabær. Sími: 565-9400 Fax: 565-9409

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.