Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 24
NÝTT FJÖLVEIÐISKIP Skipstjórar Vilhelms Þorsteinssonar EA fagna auknum möguleikum í uppsjávarveiðunum: Vilhelm Þorsteinsson er eitt öflugasta skip norðurhafanna - segir Sturla Einarsson, skipstjóri Engum, sem skoðar fjöl- veiðiskipið Vilhelm Þor- steinssonar EA 11, bland- ast hugur um að með skip- inu er skrifað upphaf nýs kafla í fiskiskipaútgerð á íslandi. Síðustu kaflar út- gerðarsögunnar hafa snú- ist um uppbyggingu frysti- togara og á síðustu árum endurnýjun nótaskipaflot- ans en Vilhelm Þorsteins- son EA 11 er í senn öflug- asta nótaskip flotans og öflugasti frystitogarinn. Skipstjórar eru þeir Arngrímur Brynjólfs- son og Sturla Einarsson, sem báðir eru reyndir skipstjórnendur hjá Samherja hf. Þeir viðurkenna að það fylgi því bæði til- hlökkun og spenningur að taka við nýju skipi og ekki síst þeim nýjungum í vinnslugetu sem því fylgi. Markmiðið sé að nýta sem allra best allan þann fisk sem skipið aflar, hvort heldur er uppsjávar- fiskur eða bolfiskur. Áhersla verður lögð á uppsjávartegundir í byrjun, þ.e. síld, kolmunna, loðnu og makríl og markmið- Sturla í skipstjóraíbúðinni. Hún er rúmgóð og glæsileg ...og meira að segja tvíbreitt rúm! Skipstjórarnir Arngrimur Brynjólfsson (t.v.) og Sturla Einarsson í brúnni. „Fagnaóarefni að fá vinnsluskip fyrir uppsjávarfisk," segja þeir. ið er að vinna afla sem mest til manneld- is. „Vilhelm Þorsteinsson EA er öflugasta skip sem til Islands hefur komið og að mínu mati engar ýkjur að segja skipið eitt fjölhæfasta og fullkomnasta skip í norðurhöfum. Skipið er fullbúinn frysti- togari og um leið með allan öflugasta búnað til nótaveiða," segir Sturla í sam- tali við Ægi. Sem dæmi tekur Sturla að skipið hefur 90 tonna togkraft og 2800 tonna burðar- getu af bræðslufiski í lestum. Frystigetan er um 120-130 tonn á sólarhring og í skipinu er allur sá vélbúnaður sem þarf til frystivinnslu á botn- og uppsjávarfiski. Skipið er útbúið til veiða með tveimur trollum, sem er mikilsvert á t.d. rækju- veiðum. „Skipið er með rúmlega helmingi meiri frystigetu en öflugir frystitogarar sem eru íyrir hérlendis, t.d. Baldvin Þorsteinsson. Af þessu má sjá hvaða kaflaskipti er hér um að ræða í fiskiskipaútgerð en fyrstu mánuðirnir munu ráða miklu um hvern- ig útgerð skipsins mun þróast. Mér finnst mjög mikilvægt að fá hingað á miðin vinnsluskip fyrir uppsjávarfisk og það er mjög spennandi að láta reyna á hvernig til tekst í tegundum eins og kolmunna, makríl, loðnu og ekki síst síld. Það er mikil sóun á góðu hráefni að sjá á eftir þessum tegundum í bræðslu," segir Sturla.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.