Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 34

Ægir - 01.09.2000, Blaðsíða 34
TÆKNI Þorgeir Palsson, markaösráðgjafi hjá Útflutnings- ráöi íslands, skrifar. Raftjakkar í mat- vælavinnslu - umhverfisvæn framtíðarlausn Það eru margir sem þekkja glussa- og lofttjakka. Þeir hafa verið áber- andi um borð í íslenskum fiskiskipum og í fiskvinnslu til þessa og þóttu lengi eina lausnin þar sem þarf að lyfta lúgum, körum eða opna fyrir fisk-/hráefnisrennsli á færiböndum. Hér má sjá raftjakka frá IsoTækni ehf. á rækjuflokkurum fyrirtæ kisins Brimvarar ehf. En ýmsir ókostir eru fylgifrskar þessara tjakka. Margir kannast við óstöðugleika lofttjakkana og enn aðrir þekkja vel óhreinindin og mengunina frá glussatjökkunum, sem oft var slík að henda þurfti hráefni sem glussi hafði lekið yfir. Einn helsti ókostur glussatjakkanna er einmitt sá, að þeir leka margir á endanum, með tilheyrandi mengun og óþrifnaði. Fyrirtækið IsoTækni ehf. í liafnarfirði hefur síð- an 1997 framleitt rafdrifna, ryðfría tjakka sem ætl- að er að leysa hina gömul glussatjakka af hólmi. Og í mörgum tilfellum hefur það þegar verið gert með mjög góðum árangri. Nú er ljóst að hreinlætiskröfur víðast hvar í heiminum eru hertar árlega, nýir hreinlætisstaðlar mótaðir, sem og nýjar áherslur sem heilbrigðisyf- irvalda og einstakra fyrirtækja. Ekki eru svo sístar þær kröfur sem markaðurinn setur. Raftjakkurinn varð þannig til að frumkvöðull- inn, Gretar Franksson starfaði til sjós í nokkur ár sem vélstjóri og kynntist þá þessum helsta ókosti glussatjakkanna af eigin raun. Oft kom leki á glussalögnina og olía lak í aflann. Fyrir kom að henda þurfti þeim afla sem þá var í vinnslu. Þar með vaknaði sú hugmynd að lausn þessara vandamála væri vatnsþéttur og ryðfrír raftjakkur sem ekki mengaði frá sér, væri ódýr í uppsetningu og fæli í sér verulegan orkusparnað. Fram til þessa höfðu einungis vökva- (glussa) og lofttjakkar verið notaðir í fiskvinnslu hér á landi og því var um verulega nýjung að ræða. Hugmyndavinna hófst árið 1994 og í árslok 1996 var frumútgáfa tjakksins tilbúin. Það var síð- an árið 1997, að endanleg útgáfa tjakksins var sett um borð í Baldvin Þorsteinsson EA, sem Samherji hf. gerir út. Allt frá því ári hafa 7 raftjakkar verið í notkun um borð í Baldvini og gengið fumlaust. I dag er IsoTækni eina fyrirtækið á Islandi sem framleiðir raftjakka og að því best er vitað, eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir vatnsheld- an, ryðfrían og þar með umhverfisvænan raftjakk til matvælavinnslu til sjós. Frá hugmynd til markaðar Feiðin frá því hugmynd að nýrri vöru kviknar og þar til hún er farin að seljast á markaði, er bæði löng, kostnaðarsöm og tímafrek. Það er einnig al- kunna að margar af þeim nýju vörum, sem settar eru á markað, ná aldrei athygli viðskiptavinanna og verða undir í samkeppninni. Það eru margar ástæður fyrir þvx' ef svo illa fer; ómarkviss markaðs- setning, röng verðlagning og röng tímasetning, svo nokkrar séu nefndar. Ein helsta ástæðan er þó kannski sú, að varan sem varð undir var ekki að leysa neina þörf, hún var ekki að þjóna neinum þörfum. Tilgangur hennar var óljós og í þeirri miklu samkeppni sem ríkir í dag, er ekki rúm fyrir slíkar tilraunir. Það er ekki nóg að framleiða vöru, bara til að framleiða hana, og það er heldur ekki hægt að selja allt sem er framleitt, bara vegna þess að varan var til. Framleiðslufyrirtæki í dag verða stöðugt að ein- blína á þær þarfir sem markaðurinn og viðskipta- 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.