Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 29

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 29
Fulltrúar á 6. landsjundi kvenna, ásamt nokkrum öðrum í heimsókn á Bessastöðum. ræðukonur frá ýmsum stéttarfélögum sög'ðu blátt áfram og umbúðalaust frá starfsaðstöðu sinni og óréttlæti því, sem konur eru beittar í launa- greiðslum, og erfiðleikunum, sem á því eru að sameina starf og heimilislíf. Orð ræðukvenna fengu góðan liljómgrunn í hugum þeirra, er hlýddu, og engin, sem þar var viðstödd, mun nokkru sinni gleyma því augnabliki, er hönd hverrar einustu fundarkonu bófst á loft, eins og þær allar væru hreyfðar af einum vilja, til þess að samþykkja ályktanir fundarins. Aðalályktanir fundarins í Iðnó, sem eru í raun og veru jafnframt ályktanir landsfundarins í samþjöppuðu formi, voru þessar: „Almennur kvennafundur haldinn í Reykjavík 23. júní 1944 ályktar: 1) Að skora á Alþingi, að í væntanlegri stjórn- MELKORKA arskrá hins íslenzka lýðveldis sé konum tryggður réttur til jafns við karla, og að tryggt verði, að réttur móðurinnar verði ekki fyrir borð borinn. 2) a) Að sjálfsögð krafa íslenzkra kvenna er, að þeim sé tryggður aðgangur að öllum iðngreinum að jöfnu við karla. h) Að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu og jafna möguleika til hækkunar í starfi. Ályktanir landsfundarins voru samboðnar ís- lenzkum konum í fyrstu viku liins íslenzka lýð- veldis og vonandi nota þær hin nýju skipulögðu samtök sín lil þess að gera þær að lifandi stað- reynd. R. K. 59 L

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.